Eldgos í Merardölum Fagradalsfjall 2022Vísir/Vilhelm
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið að gosstöðvarnar í Meradölum verði lokaðar á morgun. Lokunin hefst klukkan fimm um morgun og verður staðan endurmetin seinna um daginn.
Gular viðvaranir taka gildi á svæðinu klukkan níu í fyrramálið þar sem gert er ráð fyrir mikilli rigningu og hvassviðri. Gert er ráð fyrir þrettán til átján metrum á sekúndu.
„Varasamt fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind og einnig fyrir gangandi og hjólandi ferðalanga. Ekkert ferðaveður verður á gossvæðinu á meðan viðvörunin er í gildi,“ segir í tilkynningu frá lögreglunni.
Þá biðja almannavarnir fólk um að láta erlenda ferðamenn vita af lokuninni. Þeirri beiðni er sérstaklega beint til starfsmanna í ferðaþjónustu, á gististöðum og aðra sem eiga í samskiptum við ferðamenn.
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.