Innlent

Gular við­varanir og ekkert ferða­veður á gos­stöðvum

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Björgunarsveitir skoða að loka gossvæðinu á morgun vegna veðurs.
Björgunarsveitir skoða að loka gossvæðinu á morgun vegna veðurs. Vísir/Vilhelm

Gular viðvaranir taka gildi á Suðurlandi og í Faxaflóa klukkan níu í fyrramálið. Gert er ráð fyrir mikilli rigningu og hvassviðri. Ekkert ferðaveður verður á gosstöðvunum.

Á Suðurlandi er gert ráð fyrir suðaustan 13-18 metrum á sekúndu, hvassast við ströndina og á Reykjanesskaga. Skyggni verður lélegt og veðrið getur verið varasamt fyrir ökutækjum sem taka á sig mikinn vind.

Veðurstofan bendir fólki á að ekkert ferðaveður verði á gosstöðvunum á morgun og björgunarsveitir skoða að loka gossvæðinu á meðan veðrið gengur yfir.

Í Faxaflóa er spáin svipuð; suðaustan 13-18 metrar á sekúndu og hvassast við fjöll. Á vef Veðurstofunnar segir að talsverð eða mikil rigning verði í Faxaflóanum og skyggni lélegt.

Gert er ráð fyrir mikilli rigningu víðsvegar á landinu en fínasta veðri á Norður- og Austurlandi.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á mánudag: Sunnan 8-15 m/s, skúrir og hiti 8 til 14 stig en bjartviðri á Norður og Austurlandi og hiti að 18 stigum þar. Bætir í vind og úrkomu sunnantil undir kvöld.

Á þriðjudag: Suðlæg átt, 8-15 m/s og rigning, talsverð á sunnanverðu landinu en skýjað og lengst af þurrt norðaustantil. Snýst í suðvestan 5-13 með skúrum síðdegis en léttir til á Austurlandi. Hiti 9 til 18 stig, hlýjast fyrir austan.

Á miðvikudag: Fremur hæg vestlæg átt og smá skúrir við norðurströndina annars skýjað með köflum en þurrt að mestu. Hiti 8 til 14 stig, hlýjast austan og suðaustanlands.

Á fimmtudag: Hæg suðlæg átt og dálítil væta vestanlands en bjartviðri víða á norðan og austanverðu landinu. Hiti 8 til 15 stig.

Á föstudag: Útlit fyrir vestlæga átt og lítlsháttar vætu víða um land. Hiti breytist lítið.

Ekkert lát virðist vera á gulum viðvörunum.Veðurstofan

Tengdar fréttir

Lítið skyggni við gosið sem mallar á­fram

Lítil sem engin breyting hefur orðið á eldgosinu í Meradölum í nótt. Ekki viðrar vel til gönguferða að gosstöðvunum í dag enda er mikil þoka á svæðinu og skyggni lítið sem ekkert.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.