Innviðaráðherra furðar sig á gagnrýni leigubílstjóra á frumvarp ráðherrans um leigubílaakstur. Með frumvarpinu er ætlað að rýmka mjög þau skilyrði sem þarf til að reka leigubíl.
Leigubílstjórar hafa gagnrýnt frumvarpið harðlega og formaður Bifreiðastjórafélagsins Frama og Bandalags íslenskra leigubifreiðstjóra segir beinlínis kynt undir ofbeldi í garð leigubílstjóra með lagabreytingunum. Sumir telja að með frumvarpinu sé verið að gefa starfsemi leigubílaaksturs frjálsa.
Leigubílstjórar segja að ekki hafi verið tekið mark á athugasemdum fagmanna, sem skjóti skökku við, enda hafi stéttin mesta þekkingu og reynslu í atvinnugreininni.
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra kveðst hissa á gagnrýninni í samtali við fréttastofu. Hann segir að reynt hafi verið að koma til móts við sem flesta.
„Frumvarpið byggði nú á starfshópi sem þeir sátu í - gagnrýnin hefur ekki verið minni frá þeim sem vilja gefa hér allt frjálst. Hér er gerð tilraun til þess að fara bil beggja, einhvers konar málamiðlun, sem á að tryggja betri þjónustu,“ segir Sigurður Ingi.
Hann bætir við að frumvarpið eigi að gera það að verkum að fleiri geti ekið leigubílum: „Fleiri konur, fleiri sem eru ekki með fulla starfsgetu og svona opna á ýmsa nýjungar og tækni. Þannig að ég er svolítið hissa á þessari gagnrýni þeirra,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra.
Tvö félög leigubílstjóra hafa sent frá sér harðorða umsögn um frumvarp innviðaráðherra til laga um leigubifreiðaakstur. Formaður þeirra telur að með frumvarpinu séu lögð drög að lagabreytingum sem munu gera út af við leigubílaakstur hér á landi.
Samband ungra sjálfstæðismanna stóð fyrir gjörningi í gærkvöldi þar sem fulltrúar þess keyrðu fólk í og úr miðborginni. Tilgangurinn var að sýna fram á það að þörf sé á breytingum á leigubílalöggjöf. Djammarar tóku vel í framtakið og var eftirspurn eftir ókeypis fari meiri en ungir sjálfstæðismenn höfðu ímyndað sér.
Viðskiptaráð hefur lagt fram umsögn um frumvarp innviðaráðherra um leigubifreiðaakstur á Íslandi. Þar er lagt til að ýmis skilyrði leigubifreðiaaksturs verði afnumin og að gamaldags gjaldmælar skuli heyra sögunni til.
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.