Óþörf vistarbönd þjóni hvorki hagsmunum leigubílstjóra né neytenda Ólafur Björn Sverrisson skrifar 8. júní 2022 17:06 Jóhannes Stefánsson, lögfræðingur Viðskiptaráðs Íslands. vísir Viðskiptaráð hefur lagt fram umsögn um frumvarp innviðaráðherra um leigubifreiðaakstur á Íslandi. Þar er lagt til að ýmis skilyrði leigubifreðiaaksturs verði afnumin og að gamaldags gjaldmælar skuli heyra sögunni til. „Óþörf vistarbönd þjóna hvorki hagsmunum bílstjóranna sjálfra né neytenda. Tímabært er stíga skrefið til fulls, án sérstakra ívilnana eða takmarkana, öllum til hagsbóta,“ segir í umsögninni. Í greinagerð frumvarps innviðaráðherra segir að ástæða þess sé álit ESA sem teldi líkur á því að íslensk löggjöf um leigubifreiðar fæli í sér aðgangshindranir sem ekki samræmdust skyldum íslenska ríkisins að EES-rétti. Jóhannes Stefánsson, lögfræðingur Viðskiptaráðs, telur að frumvarpinu, í núverandi mynd, sé ekki ætlað að bæta samkeppni og frjálsræði í leigubifreiðaakstri. „Innviðaráðherra viðrist ekki ætla að stíga skrefið til fulls, í staðinn koma inn aðrar hindranir líkt og þröng skilyrði við útgáfu leyfa. Þetta er óþarflega íþyngjandi,“ sagði Jóhannes Stefánsson í viðtali í Bítinu í síðustu viku. Hægt er að hlusta á viðtalið við Jóhannes í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Svartur markaður á yfirborðið Umræðan um komu Uber og Lyft til landsins hefur verið nokkuð hávær en á meðan þrífst svartur markaður „Skutlara“ á Íslandi á samfélagsmiðlum. Jóhannes telur að það færi mun betur á því að taka slíka starfsemi upp á yfirborðið. „Það er samkeppni til staðar frá þessum ólögmætu hópum, það væri bara miklu betra að gera þeim sem skutla kleift að koma inn á markaðinn, t.d. með því að laga skilyrðin. Hvort sem það er Uber eitthvað annað.“ Frumvarpið myndi þó ekki greiða veg Uber eða annars konar fyrirtækja til landsins, að sögn Jóhannesar. Löggildir gjaldmælar standi því meðal annars í vegi. „Við erum að benda á það að ráðherra eða önnur stjórnvöld eigi ekki að ákveða hvernig menn selji sína þjónustu. Þarna er komið í veg fyrir nýsköpun og framþróun í greininni.“ Leigubifreiðastjórar standi auðum höndum á virkum dögum en anni ekki eftirspurn um helgar og er slíkt afleiðing ósveigjanleika kerfisins, að sögn Jóhannesar. Tillögur Viðskiptaráðs snúi því að því að gera kerfið sveigjanlegra og veita bílstjórum meira frjálsræði. „Við þurfum að færa okkur til framtíðar,“ sagði Jóhannes að lokum. Leigubílar Neytendur Tengdar fréttir Ráðherra bað „Frjálsmund“ um að hætta til að fá sinn mann inn Jóhannes Stefánsson segist hafa verið ósammála fulltrúum leigubílstjóra í öllu en þeir hafi færst nær eftir því sem leið á vinnu starfshóps um leigubifreiðamarkað. 26. febrúar 2018 15:45 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Fleiri fréttir Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin Sjá meira
„Óþörf vistarbönd þjóna hvorki hagsmunum bílstjóranna sjálfra né neytenda. Tímabært er stíga skrefið til fulls, án sérstakra ívilnana eða takmarkana, öllum til hagsbóta,“ segir í umsögninni. Í greinagerð frumvarps innviðaráðherra segir að ástæða þess sé álit ESA sem teldi líkur á því að íslensk löggjöf um leigubifreiðar fæli í sér aðgangshindranir sem ekki samræmdust skyldum íslenska ríkisins að EES-rétti. Jóhannes Stefánsson, lögfræðingur Viðskiptaráðs, telur að frumvarpinu, í núverandi mynd, sé ekki ætlað að bæta samkeppni og frjálsræði í leigubifreiðaakstri. „Innviðaráðherra viðrist ekki ætla að stíga skrefið til fulls, í staðinn koma inn aðrar hindranir líkt og þröng skilyrði við útgáfu leyfa. Þetta er óþarflega íþyngjandi,“ sagði Jóhannes Stefánsson í viðtali í Bítinu í síðustu viku. Hægt er að hlusta á viðtalið við Jóhannes í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Svartur markaður á yfirborðið Umræðan um komu Uber og Lyft til landsins hefur verið nokkuð hávær en á meðan þrífst svartur markaður „Skutlara“ á Íslandi á samfélagsmiðlum. Jóhannes telur að það færi mun betur á því að taka slíka starfsemi upp á yfirborðið. „Það er samkeppni til staðar frá þessum ólögmætu hópum, það væri bara miklu betra að gera þeim sem skutla kleift að koma inn á markaðinn, t.d. með því að laga skilyrðin. Hvort sem það er Uber eitthvað annað.“ Frumvarpið myndi þó ekki greiða veg Uber eða annars konar fyrirtækja til landsins, að sögn Jóhannesar. Löggildir gjaldmælar standi því meðal annars í vegi. „Við erum að benda á það að ráðherra eða önnur stjórnvöld eigi ekki að ákveða hvernig menn selji sína þjónustu. Þarna er komið í veg fyrir nýsköpun og framþróun í greininni.“ Leigubifreiðastjórar standi auðum höndum á virkum dögum en anni ekki eftirspurn um helgar og er slíkt afleiðing ósveigjanleika kerfisins, að sögn Jóhannesar. Tillögur Viðskiptaráðs snúi því að því að gera kerfið sveigjanlegra og veita bílstjórum meira frjálsræði. „Við þurfum að færa okkur til framtíðar,“ sagði Jóhannes að lokum.
Leigubílar Neytendur Tengdar fréttir Ráðherra bað „Frjálsmund“ um að hætta til að fá sinn mann inn Jóhannes Stefánsson segist hafa verið ósammála fulltrúum leigubílstjóra í öllu en þeir hafi færst nær eftir því sem leið á vinnu starfshóps um leigubifreiðamarkað. 26. febrúar 2018 15:45 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Fleiri fréttir Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin Sjá meira
Ráðherra bað „Frjálsmund“ um að hætta til að fá sinn mann inn Jóhannes Stefánsson segist hafa verið ósammála fulltrúum leigubílstjóra í öllu en þeir hafi færst nær eftir því sem leið á vinnu starfshóps um leigubifreiðamarkað. 26. febrúar 2018 15:45