Innlent

Allir og amma þeirra á gos­stöðvunum

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Fjöldi fólks hefur lagt leið sína að gosstöðvunum í dag, þrátt fyrir þoku og lélegt skyggni.
Fjöldi fólks hefur lagt leið sína að gosstöðvunum í dag, þrátt fyrir þoku og lélegt skyggni. Vísir/Vilhelm

„Það var brandari um daginn að allir og amma þeirra væri komin í bílinn en nú held ég að þau séu farin að drösla langömmunni með,“ segir Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar, um ágang að gosstöðvunum um þessar mundir.

Slæmt skyggni er á gosstöðvunum en það virðist ekki hafa stoppað áfjáða í að berja gosið augum.  

Bogi Adolfsson formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar.Vísir/Egill

„Það er náttúrulega þoka og slæmt skyggni af og til, þetta er erfitt yfirferðar og bílastæðin öll pökkuð. Fólk er ekkert að koma í stuttan tíma, það er að labba í fimm klukkutíma,“ segir Bogi.

Hann segir að búist hafi verið við talsverðum fjölda að gosstöðvunum þegar gosið hófst í vikunni. Nú séu ferðamenn á ferð, sem færri voru þegar kórónuveirufaraldurinn stóð sem hæst í fyrra.

Dagurinn hafi gengið vel

Gert er ráð fyrir slæmu veðri á gosstöðvunum á morgun en gular viðvaranir eru í gildi fyrir Suðurland og Faxaflóa. Bogi segir að fundað verði með Veðurstofunni síðar í dag og ákvörðun tekin um hvort loka þurfi svæðinu.

„Þá verður lokað í þennan tíma sem það verður vont veður og síðan verður bara opnað aftur, það er bara á meðan þetta vonda veður er,“ segir Bogi.

Hann bætir við að fáir hafi slasast í dag - enginn alvarlega - og dagurinn hafi almennt gengið vel. Nú haldi björgunarsveitarmenn áfram að koma stikum fyrir á gossvæðinu, til að auðveldara verði að rata í þokunni.


Tengdar fréttirAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.