Greint er frá árásinni á vef Lyfjastofnunar sem segir að lokað hafi verið fyrir umferð um þessi vefsvæði um leið og upp komst um árásina. Þá væri unnið hörðum höndum að því að greina hana, draga úr áhrifum hennar og gera kerfin virk á ný.
Upplýsingar í sérlyfjaskrá séu opinber gögn, og Mínar síður og verðumsóknarkerfi einungis þjónustugáttir. Sérlyfjaskrá og Mínar síður voru aftur orðin aðgengileg síðdegis í dag en þá var áfram unnið að viðgerð á umsjónarkerfi fyrir lyfjaverð ásamt nánari greiningu á atvikinu.
„Lyfjastofnun biðst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta hefur valdið. Unnið verður að því að fyrirbyggja að slíkt geti komið fyrir aftur,“ segir í tilkynningu á vef stofnunarinnar.