Ekki allir sem hlusta Eiður Þór Árnason og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 5. ágúst 2022 20:06 Steinar Þór Kristinsson, svæðisstjóri hjá Björgunarsveitinni Þorbirni í Grindavík, hefur staðið vaktina á gossvæðinu í dag. Vísir Eitthvað hefur borið á minniháttar meiðslum og fótameinum hjá fólki sem leggja leið sína að eldgosinu í Meradölum og dæmi um að einstaklingar togni á ökkla og þurfi aðstoð vegna örmögnunar. Heilt yfir hefur þó gengið nokkuð vel á svæðinu að sögn björgunarsveitarfólks en mikill fjöldi hefur gert sér ferð að gosinu frá því á miðvikudag. Er allur gangur á því hversu vel fólk er búið. „Þetta er alveg sex til sjö kílómetra gönguferð, á svona missléttu og á köflum erfiðu landslagi þannig að fólk verður að vera vel búið til fótanna og með nesti,“ sagði Steinar Þór Kristinsson, svæðisstjóri hjá Björgunarsveitinni Þorbirni í Grindavík, í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Heilt yfir er fólk að fylgja því sem er sagt sem betur fer en það er alltaf einn og einn sem annað hvort missir af leiðbeiningum eða skilur ekki eða hlustar ekki. Það er bara eins og gengur en heilt yfir er fólk að taka leiðbeiningum og fylgja því sem sagt er.“ Dæmi eru um að ökumenn leggi bifreiðum sínum í vegköntum á Suðurstrandarvegi í stað þess að leggja á þar til gerðum bílastæðum og keyri utan vega. Steinar Þór segir að slíkt sé ekki í lagi. „Þetta kemur til með að trufla umferð og getur bara verið til vandræða ef við þurfum að bregðast við einhverjum neyðartilfellum þannig endilega að nota bílastæðin. Eins með utanvegaakstur, akstur vélknúinna ökutækja er bannaður hérna og telst vera utanvegaakstur þannig að það eru alveg hreinar línur.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Jarðhræringar á Reykjanesi Björgunarsveitir Mest lesið Strandveiðisjómaður lést Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Tugir missa vinnuna í sumar Innlent Árásarmaðurinn ölvaður Íslendingur Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Innlent Formaður og gjaldkeri Vorstjörnunnar kærð fyrir efnahagsbrot Innlent Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Innlent Ráðist á rútubílstjóra og vegfarendur yfirbuguðu árásarmanninn Innlent Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Innlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
„Þetta er alveg sex til sjö kílómetra gönguferð, á svona missléttu og á köflum erfiðu landslagi þannig að fólk verður að vera vel búið til fótanna og með nesti,“ sagði Steinar Þór Kristinsson, svæðisstjóri hjá Björgunarsveitinni Þorbirni í Grindavík, í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Heilt yfir er fólk að fylgja því sem er sagt sem betur fer en það er alltaf einn og einn sem annað hvort missir af leiðbeiningum eða skilur ekki eða hlustar ekki. Það er bara eins og gengur en heilt yfir er fólk að taka leiðbeiningum og fylgja því sem sagt er.“ Dæmi eru um að ökumenn leggi bifreiðum sínum í vegköntum á Suðurstrandarvegi í stað þess að leggja á þar til gerðum bílastæðum og keyri utan vega. Steinar Þór segir að slíkt sé ekki í lagi. „Þetta kemur til með að trufla umferð og getur bara verið til vandræða ef við þurfum að bregðast við einhverjum neyðartilfellum þannig endilega að nota bílastæðin. Eins með utanvegaakstur, akstur vélknúinna ökutækja er bannaður hérna og telst vera utanvegaakstur þannig að það eru alveg hreinar línur.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Jarðhræringar á Reykjanesi Björgunarsveitir Mest lesið Strandveiðisjómaður lést Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Tugir missa vinnuna í sumar Innlent Árásarmaðurinn ölvaður Íslendingur Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Innlent Formaður og gjaldkeri Vorstjörnunnar kærð fyrir efnahagsbrot Innlent Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Innlent Ráðist á rútubílstjóra og vegfarendur yfirbuguðu árásarmanninn Innlent Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Innlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira