Fótbolti

Stuðningsmenn grenjuðu úr hlátri yfir stigatöflunni

Valur Páll Eiríksson skrifar
Landslið Madagaskar hefur aðeins einu sinni komist í úrslitakeppni Afríkukeppninnar, árið 2019.
Landslið Madagaskar hefur aðeins einu sinni komist í úrslitakeppni Afríkukeppninnar, árið 2019. Gehad Hamdy/picture alliance via Getty Images

Madagaskar vann 3-0 sigur á Seychelles-eyjum er þau mættust í forkeppni Afríkukeppninar á heimavelli fyrrnefnda liðsins í síðustu viku. Stigataflan á vellinum vakti hins vegar hvað mesta athygli.

Nýleg og tæknivædd stigatafla er á vellinum í Madagaskar en einhver þörf virðist vera á hugbúnaði og hönnun til að nýta þá töflu til fulls. Teikniforritinu Paint, sem þekkist á flestum Windows-tölvum, var nefnilega varpað upp á skjáinn.

Taflan umrædda.Skjáskot

Þar voru rituð inn nöfn landanna og staðan í leiknum var svo uppfærð handvirkt inni í forritinu. Taflan var ef til vill ekki sú fallegasta en hún gegndi þó sínum tilgangi, enda skýrt kveðið á um í reglum Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, að vallarklukka skuli vera á öllum keppnisleikjum landsliða.

Myndum af töflunni hefur verið dreift á netinu en stuðningsmenn á vellinum tóku margir hverjir myndir af töflunni á milli hláturskalla yfir henni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×