Sigmundur Davíð ekki á fundi með sænskum þjóðernisöfgamönnum Jakob Bjarnar skrifar 5. ágúst 2022 13:30 Sigmundur Davíð segir áhyggjur Stundarinnar óþarfar, hann komist ekki á sænsku ráðstefnuna. vísir/vilhelm Stundin sló því upp í vikunni að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra landsins, verði meðal ræðumanna á ráðstefnu í félagsskap gyðingahatara, nýnasista og annarra miður þokkaðra á ráðstefnu sem til stendur að halda í Svíþjóð. Vísir náði tali af Sigmundi Davíð nú fyrir stundu og bar það undir hann hvort hann væri kominn í samkrull með sænskum þjóðernisöfgamönnum? Sigmundur Davíð svaraði því til að hann viti nú ekki alveg hverjar skilgreiningar Stundarinnar eru á slíku. „En ég veit að þeir eru ekkert sérstaklega hrifnir af mér,“ segir Sigmundur Davíð. Og heldur á honum að skilja að honum sé skemmt fremur en að hann hafi af þessum tíðindum mikinn ama. „Áhyggjur Stundarinnar eru óþarfar. Ég kemst hvort sem er ekki á þessa hátíð síðan legið hefur fyrir að skýrsla Ríkisendurskoðunar um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka verður til umræðu á sama tíma,“ segir Sigmundur Davíð. Segir ræðumenn fjölbreytilegan hóp Eins og Vísir greindi frá í vikunni hefur ríkisendurskoðandi boðað að skýrslan verði lögð fram í þessum mánuði og gera menn ráð fyrir því að það verði um miðjan mánuð. Þá mun þingið koma saman. En aftur að þessari ráðstefnu sem að sögn Stundarinnar er skipulögð af sænskum þjóðernisöfgamönnum. „Þorri ræðumanna er tengdur stjórnmálaflokkum og samtökum sem breiða út kynþáttahatur og reka harða innflytjendastefnu,“ segir í umfjöllun. Sigmundur Davíð segist ekki þekkja nokkurn mann á ráðstefnunni. „En ég sé að þarna eru ýmsir með erindi, meira að segja fyrrverandi formaður Sænska kommúnistaflokksins, og líka einn af forsprökkum umhverfisverndarsamtaka sem heita Extinciton Rebellion. Þarna eru ljóðskáld, rithöfundar og hinir og þessir. Greinilega fjölbreyttur hópur en verður því miður að vera án mín að þessu sinni.“ Ætlaði að ræða reynslu Íslendinga af fjármálakrísunni En hvernig má það vera að Sigmundur Davíð var sagður á dagskrá á umræddri ráðstefnu sem er undir yfirskriftinni Svenska Bok- og Mediaässan, eða Sænska bóka- og fjölmiðlamessan og verður haldin í Stokkhólmi 20. ágúst komandi? „Þetta kom þannig til að ég hélt smá ræðu fyrr í sumar í Osló um breska heimspekinginn Roger Scruton sem ég held að hafi verið helsti heimspekingur Bretlands á seinni hluta tuttugustu aldar. Hann lét sig skipulag og fegurð í arkíktetúr miklu varða en skrifaði auðvitað um margt annað. En þetta var sérstakt umfjöllunarefni hjá honum og hann fór fyrir nefnd breskra stjórnvalda hvernig bæta mætti umhverfið. Ég sem sagt hélt erindi um þennan merka mann sem vakti athygli. Eftir það hef ég fengið nokkrar fyrirspurnir og óskir um að mæta með erindi um eitt og annað.“ Sigmundur Davíð segir að þau sem stýra dagskránni á þessari sænsku bókahátíð vildu fá sig til að tala um reynslu Íslands af fjármálakrísunni í ljósi stöðunnar núna. „Ég tók náttúrlega vel í það. Ég reyni yfirleitt að verða við því þegar ég er beðinn um að tala um eitthvað sem ég hef áhuga á. Ég hef meira að segja haldið erindi hjá Vinstri grænum.“ Miðflokkurinn Svíþjóð Tengdar fréttir Skýrslan um sölu Íslandsbanka væntanleg í þessum mánuði Skýrsla ríkisendurskoðunar um umdeilda sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka hefur frestast en ríkisendurskoðandi boðar að hún verði lögð fram til þinglegrar meðferðar í þessum mánuði. 2. ágúst 2022 14:36 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Fleiri fréttir Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Sjá meira
Vísir náði tali af Sigmundi Davíð nú fyrir stundu og bar það undir hann hvort hann væri kominn í samkrull með sænskum þjóðernisöfgamönnum? Sigmundur Davíð svaraði því til að hann viti nú ekki alveg hverjar skilgreiningar Stundarinnar eru á slíku. „En ég veit að þeir eru ekkert sérstaklega hrifnir af mér,“ segir Sigmundur Davíð. Og heldur á honum að skilja að honum sé skemmt fremur en að hann hafi af þessum tíðindum mikinn ama. „Áhyggjur Stundarinnar eru óþarfar. Ég kemst hvort sem er ekki á þessa hátíð síðan legið hefur fyrir að skýrsla Ríkisendurskoðunar um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka verður til umræðu á sama tíma,“ segir Sigmundur Davíð. Segir ræðumenn fjölbreytilegan hóp Eins og Vísir greindi frá í vikunni hefur ríkisendurskoðandi boðað að skýrslan verði lögð fram í þessum mánuði og gera menn ráð fyrir því að það verði um miðjan mánuð. Þá mun þingið koma saman. En aftur að þessari ráðstefnu sem að sögn Stundarinnar er skipulögð af sænskum þjóðernisöfgamönnum. „Þorri ræðumanna er tengdur stjórnmálaflokkum og samtökum sem breiða út kynþáttahatur og reka harða innflytjendastefnu,“ segir í umfjöllun. Sigmundur Davíð segist ekki þekkja nokkurn mann á ráðstefnunni. „En ég sé að þarna eru ýmsir með erindi, meira að segja fyrrverandi formaður Sænska kommúnistaflokksins, og líka einn af forsprökkum umhverfisverndarsamtaka sem heita Extinciton Rebellion. Þarna eru ljóðskáld, rithöfundar og hinir og þessir. Greinilega fjölbreyttur hópur en verður því miður að vera án mín að þessu sinni.“ Ætlaði að ræða reynslu Íslendinga af fjármálakrísunni En hvernig má það vera að Sigmundur Davíð var sagður á dagskrá á umræddri ráðstefnu sem er undir yfirskriftinni Svenska Bok- og Mediaässan, eða Sænska bóka- og fjölmiðlamessan og verður haldin í Stokkhólmi 20. ágúst komandi? „Þetta kom þannig til að ég hélt smá ræðu fyrr í sumar í Osló um breska heimspekinginn Roger Scruton sem ég held að hafi verið helsti heimspekingur Bretlands á seinni hluta tuttugustu aldar. Hann lét sig skipulag og fegurð í arkíktetúr miklu varða en skrifaði auðvitað um margt annað. En þetta var sérstakt umfjöllunarefni hjá honum og hann fór fyrir nefnd breskra stjórnvalda hvernig bæta mætti umhverfið. Ég sem sagt hélt erindi um þennan merka mann sem vakti athygli. Eftir það hef ég fengið nokkrar fyrirspurnir og óskir um að mæta með erindi um eitt og annað.“ Sigmundur Davíð segir að þau sem stýra dagskránni á þessari sænsku bókahátíð vildu fá sig til að tala um reynslu Íslands af fjármálakrísunni í ljósi stöðunnar núna. „Ég tók náttúrlega vel í það. Ég reyni yfirleitt að verða við því þegar ég er beðinn um að tala um eitthvað sem ég hef áhuga á. Ég hef meira að segja haldið erindi hjá Vinstri grænum.“
Miðflokkurinn Svíþjóð Tengdar fréttir Skýrslan um sölu Íslandsbanka væntanleg í þessum mánuði Skýrsla ríkisendurskoðunar um umdeilda sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka hefur frestast en ríkisendurskoðandi boðar að hún verði lögð fram til þinglegrar meðferðar í þessum mánuði. 2. ágúst 2022 14:36 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Fleiri fréttir Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Sjá meira
Skýrslan um sölu Íslandsbanka væntanleg í þessum mánuði Skýrsla ríkisendurskoðunar um umdeilda sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka hefur frestast en ríkisendurskoðandi boðar að hún verði lögð fram til þinglegrar meðferðar í þessum mánuði. 2. ágúst 2022 14:36