Innlent

Laxveiði róleg það sem af er sumri

Jakob Bjarnar skrifar
Þó laxveiðin í ár sé dræm það sem af er sumri sé litið til meðaltals þá eru laxveiðimenn margir hverjir vissulega að draga væna laxa á land. Fréttastofan fylgist vel með gangi mála. Hér er Snorri Másson fréttamaður með myndarlegan hæng, 94 sentímetrar að lengd, en hann veiddist í Kjarará á dögunum og tók rauðan frances coon.
Þó laxveiðin í ár sé dræm það sem af er sumri sé litið til meðaltals þá eru laxveiðimenn margir hverjir vissulega að draga væna laxa á land. Fréttastofan fylgist vel með gangi mála. Hér er Snorri Másson fréttamaður með myndarlegan hæng, 94 sentímetrar að lengd, en hann veiddist í Kjarará á dögunum og tók rauðan frances coon. vísir/aðsend

Landsamtök veiðifélaga hafa birt nýjar veiðitölur og þar kemur fram að veiðin er almennt langt frá sínu besta.

Laxveiðin í fyrra var afar dræm og eru veiðitölur nú skárri en þá sáust. En veiðin veldur engu að síður vonbrigðum. Ljósu punktarnir eru þeir að ár á Norðausturlandi hafa verði að gefa talsvert meira af fiski en í fyrra. Og síðustu vikur hafa komið nokkrar góðar smálaxagöngur í Þistilfirði og Vopnafirði. En annað er ekkert til að hrópa húrra yfir. Vatn hefur verið ágætt í ám en kalt.

Eins og svo oft eru það Rangárnar, Ytri og Hólsá vesturbakki sem og Eystri-Rangá sem tróna á toppi lista. Í Ytri og Hólsá hafa veiðst 1707 laxar en í Eystri 1322. Þverá-Kjarará hafa staðið undir nafni með 992 fiska. Norðurá hefur gefið 930 laxa það sem af er tímabili og Urriðafoss í Þjórsá 798 fiska.

Hér fyrir neðan getur að líta lista yfir topp tíu laxveiðiár landsins það sem af er sumri. Ítarlegan lista yfir veiðina má finna hér.

Skjáskot af angling.is en þar er að finna ítarlegar upplýsingar um laxveiðina.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.