Innlent

Bein útsending: Staða hinsegin fólks á vinnumarkaði

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Rannsóknin á stöðu hinsegin fólks á vinnumarkaði er sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi.
Rannsóknin á stöðu hinsegin fólks á vinnumarkaði er sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Vísir/Vilhelm

Samtökin '78, BHM, ASÍ, BSRB kynna rannsókn á stöðu hinsegin fólks á íslenskum vinnumarkaði á Hinsegin dögum í dag.

Á fundinum verða kynntar niðurstöður umfangsmikillar rannsóknar á stöðu hinsegin fólks á vinnumarkaði. Rannsóknin er sú fyrsta sinnar tegundar á Íslandi og er hún unnin í samstarfi við Hagfræðistofnun Háskóla Íslands.

Fundurinn verður haldinn í Veröld - Húsi Vigdísar Finnbogadóttur í Reykjavíkur og hefst klukkan 14.30. Horfa má á fundinn í beinni útsendingu hér að neðan. Nálgast má dagskrá fundarins þar fyrir neðan.

Dagskrá

14:30 - 14:35 Opnunarávarp - Álfur Birkir Bjarnason, formaður Samtakanna '78

14:35 - 14:45 Ávarp forsætisráðherra - Katrín Jakobsdóttir

14:45 - 15:05 Kynning á rannsókn BHM og Samtakanna ´78 - Friðrik Jónsson, formaður BHM og Vilhjálmur Hilmarsson, hagfræðingur BHM

15:05 - 15:15 Áherslur verkalýðshreyfingarinnar - Drífa Snædal, forseti ASÍ

15:15 - 15.25 Hvatning til fyrirtækja - Þóra Björk Smith, Nasdaq Iceland

15:25 - 15:55 Pallborðsumræður

15:55 - 16:00 Lokaorð - Gunnlaugur Bragi Björnsson, formaður Hinsegin daga

16:00 - 17:00 Kokteill og tónlist

Í pallborði verða:

Sonja Ýr Þorbergsdóttir - formaður BSRB

Guðmundur Ingi Guðbrandsson - vinnumarkaðsráðherra

Sonja M. Scott - mannauðsstjóri CCEP á Íslandi

Daníel E. Arnarsson - framkvæmdastjóri Samtakanna ´78

Fundar - og umræðustjóri: Þorbjörg Þorvaldsdóttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×