Ekki æða af stað upp í fjall, segir Víðir Snorri Másson skrifar 4. ágúst 2022 11:43 Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir það hörkuferðalag að fara upp að gosi. Eldgosið í Merardölum hefur haldið uppteknum hætti frá því að það hófst eftir hádegi í gær. Því er enn beint til almennings að fara ekki að gosinu fyrr en viðbragðsaðilar hafa náð utan um aðstæður þar. Tveir slösuðust í Fagradalsfjalli í gær - en Víðir Reynisson segir það hörkuferðalag að fara upp að gosinu. Það gýs enn á ný og fólk flykkist á staðinn. En gönguleiðin að gosstöðvunum í Fagradalsfjalli nú er öllu lengri og torfærari en hún var í fyrra - nálgast þarf ferðalagið upp að gosinu öðruvísi. Bogi Adolfsson formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík segir að menn þurfi að undirbúa sig áður en lagt er af stað. Flestir tala um fjórar til fimm klukkustundir í heild af erfiðri göngu og þegar hafa orðið nokkur óhöpp. Einn ökklabrotnaði í fjallinu í nótt. Bogi Adolfsson formaður björgunarsveitarinnar ÞorbjörnsStöð 2/Egill Ekki aðeins eykur lengri vegalengd hættuna á að fólk lendi í vandræðum á leiðinni, heldur gerir hún björgunarsveitum erfiðara fyrir að flytja slasað fólk niður af fjalli. Því sér fólk fyrir sér að Landhelgisgæslan muni annast töluvert af sjúkraflutningum í þyrlu, eins og hún gerði í nótt. „Þegar það er orðið kalt úti getum við ekkert beðið endalaust með að flytja fólk niður. Það er vont að missa fólk í ofkælingu á nóttinni,“ segir Bogi Adolfsson í samtali við fréttastofu. Eyþór Árnason Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn almannavarna lýsir göngunni sem „hörkuferðalagi.“ Engar lokanir eru þó í gildi á svæðinu nema til að koma í veg fyrir utanvegaakstur. Leiðin upp að gosi er þó erfið bæði gangandi og á bíl. „Við erum enn þá að biðja fólk að vera kannski ekki að æða þarna núna strax af því að við erum að fara af stað með að laga aðgengi, sérstaklega þegar það kemur í ljós eins og í nótt að það var erfitt að koma búnaði á staðinn,“sagði Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn í hádegisfréttum Bylgjunnar. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Almannavarnir Björgunarsveitir Tengdar fréttir „Eins og gosið komi upp í hringleikahúsi“ Tómas Guðbjartsson, læknir og útivistarmaður, brýnir fyrir þeim sem ætla að skoða eldgosið við Merardali að kynna sér leiðina og aðstæður vel áður en haldið er af stað. Hann líkir gosstöðvunum við hringleikahús. 4. ágúst 2022 10:36 Myndaveisla frá Meradölum: RAX flaug yfir gosstöðvarnar Mikið var um dýrðir á Reykjanesskaga í gær þegar eldgos hófst í Meradölum. RAX, ljósmyndari Vísis, fór að sjálfsögðu á flugvél sinni að gosstöðvunum og myndaði þær í bak og fyrir. 4. ágúst 2022 09:11 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Það gýs enn á ný og fólk flykkist á staðinn. En gönguleiðin að gosstöðvunum í Fagradalsfjalli nú er öllu lengri og torfærari en hún var í fyrra - nálgast þarf ferðalagið upp að gosinu öðruvísi. Bogi Adolfsson formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík segir að menn þurfi að undirbúa sig áður en lagt er af stað. Flestir tala um fjórar til fimm klukkustundir í heild af erfiðri göngu og þegar hafa orðið nokkur óhöpp. Einn ökklabrotnaði í fjallinu í nótt. Bogi Adolfsson formaður björgunarsveitarinnar ÞorbjörnsStöð 2/Egill Ekki aðeins eykur lengri vegalengd hættuna á að fólk lendi í vandræðum á leiðinni, heldur gerir hún björgunarsveitum erfiðara fyrir að flytja slasað fólk niður af fjalli. Því sér fólk fyrir sér að Landhelgisgæslan muni annast töluvert af sjúkraflutningum í þyrlu, eins og hún gerði í nótt. „Þegar það er orðið kalt úti getum við ekkert beðið endalaust með að flytja fólk niður. Það er vont að missa fólk í ofkælingu á nóttinni,“ segir Bogi Adolfsson í samtali við fréttastofu. Eyþór Árnason Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn almannavarna lýsir göngunni sem „hörkuferðalagi.“ Engar lokanir eru þó í gildi á svæðinu nema til að koma í veg fyrir utanvegaakstur. Leiðin upp að gosi er þó erfið bæði gangandi og á bíl. „Við erum enn þá að biðja fólk að vera kannski ekki að æða þarna núna strax af því að við erum að fara af stað með að laga aðgengi, sérstaklega þegar það kemur í ljós eins og í nótt að það var erfitt að koma búnaði á staðinn,“sagði Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn í hádegisfréttum Bylgjunnar.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Almannavarnir Björgunarsveitir Tengdar fréttir „Eins og gosið komi upp í hringleikahúsi“ Tómas Guðbjartsson, læknir og útivistarmaður, brýnir fyrir þeim sem ætla að skoða eldgosið við Merardali að kynna sér leiðina og aðstæður vel áður en haldið er af stað. Hann líkir gosstöðvunum við hringleikahús. 4. ágúst 2022 10:36 Myndaveisla frá Meradölum: RAX flaug yfir gosstöðvarnar Mikið var um dýrðir á Reykjanesskaga í gær þegar eldgos hófst í Meradölum. RAX, ljósmyndari Vísis, fór að sjálfsögðu á flugvél sinni að gosstöðvunum og myndaði þær í bak og fyrir. 4. ágúst 2022 09:11 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
„Eins og gosið komi upp í hringleikahúsi“ Tómas Guðbjartsson, læknir og útivistarmaður, brýnir fyrir þeim sem ætla að skoða eldgosið við Merardali að kynna sér leiðina og aðstæður vel áður en haldið er af stað. Hann líkir gosstöðvunum við hringleikahús. 4. ágúst 2022 10:36
Myndaveisla frá Meradölum: RAX flaug yfir gosstöðvarnar Mikið var um dýrðir á Reykjanesskaga í gær þegar eldgos hófst í Meradölum. RAX, ljósmyndari Vísis, fór að sjálfsögðu á flugvél sinni að gosstöðvunum og myndaði þær í bak og fyrir. 4. ágúst 2022 09:11