„Að spila gegn Stjörnunni er eins og að spila á móti sjálfum sér“ Andri Már Eggertsson skrifar 3. ágúst 2022 21:40 Jón Sveinsson, þjálfari Fram, var svekktur með jafntefli Vísir/Diego Jón Sveinsson, þjálfari Fram, var svekktur með að hafa ekki tekið þrjú stig gegn Stjörnunni eftir öfluga byrjun þar sem Fram skoraði tvö mörk á fyrstu fimmtán mínútunum. „Menn eru hundsvekktir að hafa ekki unnið þennan leik. Við lentum marki undir en svöruðum því með tveimur mörkum og framan af síðari hálfleik stjórnuðum við leiknum og fengum færi sem okkur tókst ekki að nýta,“ sagði Jón Sveinsson og hélt áfram. „Við vitum það að Stjarnan er stórhættulegt lið og þetta er eins og að spila á móti sjálfum sér þar sem þetta eru lík lið. Bæði lið eru öflug sóknarlega og alltaf líkleg til að skora mörk sem kom á daginn en ég hefði viljað sjá mína menn klára leikinn með þriðja markinu.“ Tiago Fernandes skoraði tvö afar falleg mörk með skömmu millibili á fyrsta korteri leiksins sem Jón var afar ánægður með. „Tiago er frábær leikmaður og hefur sýnt það í allt sumar. Hins vegar fannst mér við detta niður eftir að við komumst yfir og Stjarnan spilaði vel um miðjan fyrri hálfleik en Ólafur [Íshólm Ólafsson] varði vel og við héldum fyrri hálfleikinn út.“ Fram var með yfirhöndina um miðjan síðari hálfleik og var Jón svekktur með að hans menn hafi ekki tekist að nýta færin. „Okkur tókst bara ekki að setja hann framhjá Haraldi [Björnssyni] við fengum færi til þess en Stjarnan gerði vel í að halda okkur frá markinu og það er alltaf leikur þegar það munar aðeins einu marki.“ Jóni þótti það afar svekkjandi að fá á sig jöfnunarmark úr hornspyrnu. „Við missum manninn sem átti að vera á þessu svæði og þá riðlaðist augnablikið en höfðum engan annan kost og vorum mögulega ekki á tánum,“ sagði Jón Sveinsson að lokum. Fram Besta deild karla Stjarnan Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Fanndís leggur skóna á hilluna Fótbolti Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Sjá meira
„Menn eru hundsvekktir að hafa ekki unnið þennan leik. Við lentum marki undir en svöruðum því með tveimur mörkum og framan af síðari hálfleik stjórnuðum við leiknum og fengum færi sem okkur tókst ekki að nýta,“ sagði Jón Sveinsson og hélt áfram. „Við vitum það að Stjarnan er stórhættulegt lið og þetta er eins og að spila á móti sjálfum sér þar sem þetta eru lík lið. Bæði lið eru öflug sóknarlega og alltaf líkleg til að skora mörk sem kom á daginn en ég hefði viljað sjá mína menn klára leikinn með þriðja markinu.“ Tiago Fernandes skoraði tvö afar falleg mörk með skömmu millibili á fyrsta korteri leiksins sem Jón var afar ánægður með. „Tiago er frábær leikmaður og hefur sýnt það í allt sumar. Hins vegar fannst mér við detta niður eftir að við komumst yfir og Stjarnan spilaði vel um miðjan fyrri hálfleik en Ólafur [Íshólm Ólafsson] varði vel og við héldum fyrri hálfleikinn út.“ Fram var með yfirhöndina um miðjan síðari hálfleik og var Jón svekktur með að hans menn hafi ekki tekist að nýta færin. „Okkur tókst bara ekki að setja hann framhjá Haraldi [Björnssyni] við fengum færi til þess en Stjarnan gerði vel í að halda okkur frá markinu og það er alltaf leikur þegar það munar aðeins einu marki.“ Jóni þótti það afar svekkjandi að fá á sig jöfnunarmark úr hornspyrnu. „Við missum manninn sem átti að vera á þessu svæði og þá riðlaðist augnablikið en höfðum engan annan kost og vorum mögulega ekki á tánum,“ sagði Jón Sveinsson að lokum.
Fram Besta deild karla Stjarnan Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Fanndís leggur skóna á hilluna Fótbolti Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Sjá meira