Innlent

Léttir að gosið sé hafið

Bjarki Sigurðsson og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa
Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar, var með Guðna Th. og Elizu Reid þegar gosið hófst í dag. 
Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar, var með Guðna Th. og Elizu Reid þegar gosið hófst í dag.  Vísir/Arnar

Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar, segir í samtali við fréttastofu að það sé ákveðinn léttir að það sé farið að gjósa, sérstaklega á svona góðum stað. Enginn mannvirki séu í grennd við gosstöðvar en það kom honum ekkert sérlega á óvart að gosið skyldi hefjast í dag.

Fannar sjálfur var á ferð um bæinn ásamt Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, og Elizu Reid þegar gosið hófst. Saman voru þau að ræða við bæjarbúa um skjálftana og líkur á gosi. 

„Fólk sagði flest að það yrði mikill léttir þegar það fer að gjósa, þá losnum við við þessa jarðskjálfta. Ég held að þetta sé ákveðinn léttir hjá flestum. Og að þetta sé á þessum stað vegna þess að það var ekkert útilokað að það hefði gosið nær okkur og það væri slæmt. Við erum þarna að fá gos á stað sem er einn sá heppilegasti með tilliti til hraunflæðis og fjarlægðar í öll mannvirki,“ segir Fannar.

Hann segir það vera sérkennilegt að viðurkenna það að þetta séu ágætis skipti, eldgos í staðinn fyrir jarðskjálfta. 

„Skjálftarnir fara mjög illa í fólk, sérstaklega svona harðir skjálftar um miðjar nætur. Þegar búist var við gosi í framhaldi er kannski eins gott að það gerist fyrr eða síðar og það er léttir að það skuli gerast á þessum stað,“ segir Fannar. Að einhverjuleiti hafi fólk búist við gosinu fyrr eða síðar. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.