Fótbolti

Banna börnum að sýna spjöld sem biðja um treyjur leikmanna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ungur stuðningsmaður Ajax biður um treyju Dusan Tadic á Johan Cruijff Arena. Slíkt er hér eftir bannað.
Ungur stuðningsmaður Ajax biður um treyju Dusan Tadic á Johan Cruijff Arena. Slíkt er hér eftir bannað. Getty/Broer van den Boom

Hollenska félagið Ajax er komið í herferð gegn spjöldum þar sem áhorfendur eru að biðja um keppnistreyjur leikmanna liðsins eftir leiki. Slíkt er hér eftir bannað á Johan Cruyff Arena í Amsterdam.

Forráðamönnum Ajax þykir víst nóg komið að slíkum beiðnum sem hefur fjölgað mikið síðustu misseri.

Það eru þó aðallega börn og unglingar sem eru sýna slík heimalögðuð spjöld en þau þurfa nú að skilja þau eftir heima ætli þau að komast inn á heimaleiki Ajax í framtíðinni.

Samkvæmt upplýsingum frá Ajax þá er það ekki lengur mögulegt fyrir leikmenn að uppfylla alla þessar beiðnir og þegar þeir hafa gengið fram hjá án þess að gefa treyju sína þá hafa þeir fengið á sig gagnrýni og verið kallaðir hrokafullir.

Að auki er talað um að það sé eldhætta af slíkum pappaspjöldum.

Spjöldin voru þannig gerð upptæk á leik Ajax og PSV Eindhoven á laugardaginn þar sem þau mættust í meistarakeppninni í Hollandi.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.