Vakinn af værum blundi með skjálftasímtali úr Kópavogi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. ágúst 2022 11:15 Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík. Vísir/Ívar Grindvíkingar virðast lítið hafa fundið fyrir þremur stórum skjálftum sem riðu yfir skömmu fyrir miðnætti og í nótt. Bæjarstjórinn segir að dóttir hans hafi vakið foreldra sína í gærkvöldi með símtali úr Kópavogi, smeyk um stöðuna í Grindavík eftir að hafa fundið vel fyrir einum af skjálftunum. Tveir kröftugir jarðskjálftar að stærð 4,8 og 4,1 riðu yfir á tólfta tímanum í gær. Þriðji stóri skjálftinn mældist í nótt, fimm að stærð. Frá því að jarðhræringarnar hófust á Reykjanesskaga fyrir um tveimur árum hafa Grindvíkingar oftar en ekki borið hitann og þungann af þeim. Skjálftarnir sem riðu yfir skömmu fyrir miðnætti fundust mjög vel á höfuðborgarsvæðinu. Var mörgum þá hugsað til Grindavíkur og hvernig skjálftarnir hefðu leikið bæjarbúa þar, ekki síst eftir skjálftana um síðustu helgi. Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, var í Bítinu á Bylgjunni í morgun, þar sem hann sagði að skjálftarnir þrír hefðu varla fundist við Grindavík. Skjálftinn að stærð 5,0 sem varð klukkan hálfþrjú í nótt átti upptök sín 4,6 km NNA af Krýsuvík samkvæmt töflu Veðurstofunnar. Sváfu skjálftana af sér „Þá ertu að tala um þessa skjálfta sem urðu við Kleifarvatn. Vegalengdin þaðan og inn á höfuðborgarsvæðið er svona svipuð og frá Kleifarvatni til Grindavíkur þannig að mætti ætla sem svo að áhrif skjálftanna við Kleifarvatn yrðu jafn mikil og raun bar vitni í Reykjavík og á því svæði en svo er ekki,“ sagði Fannar. „Vísindamenn segja okkur að það sé kannski vegna þess að bergið sé orðið svo brotið og svampkennt að við verðum mjög lítið vör við jarðskjálfta sem eiga upptök sín við Kleifarvatn. Ég held að það hafi nú ekki valdið neinum svefntruflunum,“ sagði Fannar. Tók hann sem dæmi að dóttir hans, búsett í Kópavogi, hafi vakið foreldra sína skömmu fyrir miðnætti, eftir að hafa fundið vel fyrir skjálftunum sem riðu yfir um það leyti. „Ég tek sem dæmi að dóttir okkar hjóna sem býr í Kópavogi, hún hringdi í foreldra sína hálfsmeyk um að stór skjálfti hefði riðið yfir hjá okkur því hún fann svo óþyrmilega fyrir honum heima hjá sér. Vakti okkur af værum blundi og við höfðum einskis orðið vör.“ „Það sama gerðist þegar skjálftinn varð á þriðja tímanum í nótt. Við sváfum þetta af okkur og sama gerðu þeir sem ég hef hitt hérna í morgunsárið,“ sagði Fannar. Fundu vel fyrir skjálftunum um helgina Grindvíkingar hafa þó fundið vel fyrir skjálftahrinunni sem fylgt hefur aukinni virkni á svæðinu við Fagradalsfjall, ekki síst um nýliðna helgi. „Aftur á móti voru tíðir og töflugir skjálftar um verslunarmannahelgina, sérstaklega þarna upp á 5,4 á sunnudeginum sem var mjög sterkur. Sá sem fólk í Grindavík hefur upplifaðan harðastan hérna. Munir féllu meira úr hillum, myndur skekktust og brotnaði eitthvað af innbúi umfram það sem við höfum séð áður.“ Eldgos og jarðhræringar Grindavík Bítið Tengdar fréttir Íbúar Grindavíkur undirbúnir fyrir sömu atburðarrás og fyrir eldgosið í fyrra Almannavarnir funduðu í hádeginu vegna jarðskjálftahrinu sem hófst á Reykjanesi um helgina. Skjálftahrinan hefur valdið nokkru tjóni á munum í Grindavík og segir íbúi að fólk sé undirbúið fyrir sömu atburðarrás og fyrir eldgosið í fyrra. 1. ágúst 2022 21:04 Átta skjálftar yfir þremur frá þeim stærsta Átta skjálftar hafa mælst yfir þremur að stærð á Reykjanesskaga frá því að skjálfti af stærðinni fimm reið yfir laust fyrir hálf þrjú í nótt. 2. ágúst 2022 07:18 Stórt bjarg hrunið úr Gálgaklettum norður af Grindavík Stórt bjarg hefur hrunið úr Gálgaklettum í Sundhnúk, norðan við Grindavík og skammt austan við fjallið Þorbjörn. Bjargið hefur mögulega hrunið vegna stóra skjálftans sem reið yfir í gærkvöldi og Grindvíkingar segja að sé sá stærsti á undanförnum árum. 1. ágúst 2022 22:54 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Fleiri fréttir Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Sjá meira
Tveir kröftugir jarðskjálftar að stærð 4,8 og 4,1 riðu yfir á tólfta tímanum í gær. Þriðji stóri skjálftinn mældist í nótt, fimm að stærð. Frá því að jarðhræringarnar hófust á Reykjanesskaga fyrir um tveimur árum hafa Grindvíkingar oftar en ekki borið hitann og þungann af þeim. Skjálftarnir sem riðu yfir skömmu fyrir miðnætti fundust mjög vel á höfuðborgarsvæðinu. Var mörgum þá hugsað til Grindavíkur og hvernig skjálftarnir hefðu leikið bæjarbúa þar, ekki síst eftir skjálftana um síðustu helgi. Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, var í Bítinu á Bylgjunni í morgun, þar sem hann sagði að skjálftarnir þrír hefðu varla fundist við Grindavík. Skjálftinn að stærð 5,0 sem varð klukkan hálfþrjú í nótt átti upptök sín 4,6 km NNA af Krýsuvík samkvæmt töflu Veðurstofunnar. Sváfu skjálftana af sér „Þá ertu að tala um þessa skjálfta sem urðu við Kleifarvatn. Vegalengdin þaðan og inn á höfuðborgarsvæðið er svona svipuð og frá Kleifarvatni til Grindavíkur þannig að mætti ætla sem svo að áhrif skjálftanna við Kleifarvatn yrðu jafn mikil og raun bar vitni í Reykjavík og á því svæði en svo er ekki,“ sagði Fannar. „Vísindamenn segja okkur að það sé kannski vegna þess að bergið sé orðið svo brotið og svampkennt að við verðum mjög lítið vör við jarðskjálfta sem eiga upptök sín við Kleifarvatn. Ég held að það hafi nú ekki valdið neinum svefntruflunum,“ sagði Fannar. Tók hann sem dæmi að dóttir hans, búsett í Kópavogi, hafi vakið foreldra sína skömmu fyrir miðnætti, eftir að hafa fundið vel fyrir skjálftunum sem riðu yfir um það leyti. „Ég tek sem dæmi að dóttir okkar hjóna sem býr í Kópavogi, hún hringdi í foreldra sína hálfsmeyk um að stór skjálfti hefði riðið yfir hjá okkur því hún fann svo óþyrmilega fyrir honum heima hjá sér. Vakti okkur af værum blundi og við höfðum einskis orðið vör.“ „Það sama gerðist þegar skjálftinn varð á þriðja tímanum í nótt. Við sváfum þetta af okkur og sama gerðu þeir sem ég hef hitt hérna í morgunsárið,“ sagði Fannar. Fundu vel fyrir skjálftunum um helgina Grindvíkingar hafa þó fundið vel fyrir skjálftahrinunni sem fylgt hefur aukinni virkni á svæðinu við Fagradalsfjall, ekki síst um nýliðna helgi. „Aftur á móti voru tíðir og töflugir skjálftar um verslunarmannahelgina, sérstaklega þarna upp á 5,4 á sunnudeginum sem var mjög sterkur. Sá sem fólk í Grindavík hefur upplifaðan harðastan hérna. Munir féllu meira úr hillum, myndur skekktust og brotnaði eitthvað af innbúi umfram það sem við höfum séð áður.“
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Bítið Tengdar fréttir Íbúar Grindavíkur undirbúnir fyrir sömu atburðarrás og fyrir eldgosið í fyrra Almannavarnir funduðu í hádeginu vegna jarðskjálftahrinu sem hófst á Reykjanesi um helgina. Skjálftahrinan hefur valdið nokkru tjóni á munum í Grindavík og segir íbúi að fólk sé undirbúið fyrir sömu atburðarrás og fyrir eldgosið í fyrra. 1. ágúst 2022 21:04 Átta skjálftar yfir þremur frá þeim stærsta Átta skjálftar hafa mælst yfir þremur að stærð á Reykjanesskaga frá því að skjálfti af stærðinni fimm reið yfir laust fyrir hálf þrjú í nótt. 2. ágúst 2022 07:18 Stórt bjarg hrunið úr Gálgaklettum norður af Grindavík Stórt bjarg hefur hrunið úr Gálgaklettum í Sundhnúk, norðan við Grindavík og skammt austan við fjallið Þorbjörn. Bjargið hefur mögulega hrunið vegna stóra skjálftans sem reið yfir í gærkvöldi og Grindvíkingar segja að sé sá stærsti á undanförnum árum. 1. ágúst 2022 22:54 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Fleiri fréttir Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Sjá meira
Íbúar Grindavíkur undirbúnir fyrir sömu atburðarrás og fyrir eldgosið í fyrra Almannavarnir funduðu í hádeginu vegna jarðskjálftahrinu sem hófst á Reykjanesi um helgina. Skjálftahrinan hefur valdið nokkru tjóni á munum í Grindavík og segir íbúi að fólk sé undirbúið fyrir sömu atburðarrás og fyrir eldgosið í fyrra. 1. ágúst 2022 21:04
Átta skjálftar yfir þremur frá þeim stærsta Átta skjálftar hafa mælst yfir þremur að stærð á Reykjanesskaga frá því að skjálfti af stærðinni fimm reið yfir laust fyrir hálf þrjú í nótt. 2. ágúst 2022 07:18
Stórt bjarg hrunið úr Gálgaklettum norður af Grindavík Stórt bjarg hefur hrunið úr Gálgaklettum í Sundhnúk, norðan við Grindavík og skammt austan við fjallið Þorbjörn. Bjargið hefur mögulega hrunið vegna stóra skjálftans sem reið yfir í gærkvöldi og Grindvíkingar segja að sé sá stærsti á undanförnum árum. 1. ágúst 2022 22:54