Óskar Hrafn ofarlega á óskalista Norrköping Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. ágúst 2022 11:31 Góður árangur Breiðabliks undir stjórn Óskars Hrafn Þorvaldssonar hefur ekki farið fram hjá liðum á Norðurlöndunum. vísir/Hulda Margrét Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, er ofarlega á óskalista sænska úrvalsdeildarliðsins Norrköping sem er í þjálfaraleit. Norrköping hefur verið þjálfaralaust síðan Rikard Norling var sagt upp störfum fyrir tæpum mánuði. Anes Mravac og Vedran Vucicevic hafa stýrt Norrköping síðan þá en hafa ekki tilskilin þjálfararéttindi til að taka við liðinu til frambúðar. Fotbollskanalen nefnir þrjá þjálfara sem gætu tekið við Norrköping. Þetta eru Óskar Hrafn, Daniel Bäckström, þjálfari Sirius, og Poya Asbaghi. Samkvæmt frétt Fotbollskanalen virðist Norrköping þó vera búið að strika þann síðastnefnda út þar sem hann hefur fengið nýtt starf utan fótboltans. Íþróttastjóri Norrköping, Tony Martinsson, vildi ekki nafngreina neina kandítata í þjálfarastarfið en staðfesti að félagið hefði átt í viðræðum við nokkra aðila undanfarnar vikur. Illa hefur gengið hjá Norrköping að undanförnu. Liðið er án sigurs í síðustu átta leikjum sínum og er í 12. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar. Fjórir Íslendingar eru á mála hjá Norrköping: Arnór Sigurðsson, Andri Lucas Guðjohnsen, Ari Freyr Skúlason og Jóhannes Kristinn Bjarnason. Þá hefur Arnór Ingvi Traustason, leikmaður New England Revolution, verið orðaður við endurkomu til félagsins. Hann lék með Norrköping á árunum 2014-16 og varð sænskur meistari með liðinu 2015. Breiðablik náði níu stiga forskoti á toppi Bestu deildar karla með 3-1 sigri á ÍA í gær. Næsti leikur Breiðabliks er gegn Istanbul Basaksehir í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu á fimmtudaginn. Sænski boltinn Besta deild karla Breiðablik Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Fleiri fréttir Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira
Norrköping hefur verið þjálfaralaust síðan Rikard Norling var sagt upp störfum fyrir tæpum mánuði. Anes Mravac og Vedran Vucicevic hafa stýrt Norrköping síðan þá en hafa ekki tilskilin þjálfararéttindi til að taka við liðinu til frambúðar. Fotbollskanalen nefnir þrjá þjálfara sem gætu tekið við Norrköping. Þetta eru Óskar Hrafn, Daniel Bäckström, þjálfari Sirius, og Poya Asbaghi. Samkvæmt frétt Fotbollskanalen virðist Norrköping þó vera búið að strika þann síðastnefnda út þar sem hann hefur fengið nýtt starf utan fótboltans. Íþróttastjóri Norrköping, Tony Martinsson, vildi ekki nafngreina neina kandítata í þjálfarastarfið en staðfesti að félagið hefði átt í viðræðum við nokkra aðila undanfarnar vikur. Illa hefur gengið hjá Norrköping að undanförnu. Liðið er án sigurs í síðustu átta leikjum sínum og er í 12. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar. Fjórir Íslendingar eru á mála hjá Norrköping: Arnór Sigurðsson, Andri Lucas Guðjohnsen, Ari Freyr Skúlason og Jóhannes Kristinn Bjarnason. Þá hefur Arnór Ingvi Traustason, leikmaður New England Revolution, verið orðaður við endurkomu til félagsins. Hann lék með Norrköping á árunum 2014-16 og varð sænskur meistari með liðinu 2015. Breiðablik náði níu stiga forskoti á toppi Bestu deildar karla með 3-1 sigri á ÍA í gær. Næsti leikur Breiðabliks er gegn Istanbul Basaksehir í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu á fimmtudaginn.
Sænski boltinn Besta deild karla Breiðablik Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Fleiri fréttir Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira