Samtökin '78 rekin á yfirdráttarláni Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 7. ágúst 2022 21:00 Daníel er framkvæmdastjóri samtakanna. egill aðalsteinsson Samtökin 78 eru rekin með yfirdráttarláni, en samtökin hafa vaxið um sjö hundruð prósent á síðustu sex árum með tilheyrandi þjónustuþörf. Rekstrarvandinn hefur meðal annars í för með sér að biðtími í ráðgjöf hjá samtökunum er allt að sex vikur. Algengt er að Ísland beri sig saman við nágrannaríkin þegar kemur að réttindabaráttu. Samtökin 78 eiga systurfélög á Norðurlöndunum og þegar fjármögnun félaganna er borin saman er eitt félag sem sker sig úr: Samtökin 78 sem fá 15 milljónir á ári á meðan systursamtök í Noregi fá 349 milljónir. Samtökin '78 fá 15 milljónir á ári. Það dugar ekki til að sögn framkvæmdastjóra samtakanna.vísir „Þegar ég ræði við kollega mína í systursamtökum á Norðurlöndunum þá í rauninni trúa þeir ekki hvernig við lifum þetta af. Einhvern veginn hefur þetta gengið en þetta er mjög þungt,“ sagði Daníel E. Arnarsson, framkvæmdastjóri Samtakanna '78. Mikil þjónustuþörf Hann segir að Samtökin skorti fjármagn, ekki síst vegna þess að þau hafi bætt gríðarlega við sig í þjónustu en þau veita meðal annars ráðgjöf til hinsegin fólks, og aðstandenda, skóla og fyrirtækja auk fræðslu ásamt því að sinna daglegum störfum hagsmunasamtaka. „Og það er þannig að þegar félagasamtök hafa vaxið sex til sjö hundruð prósent á síðustu fimm til sex árum og fjárframlög til okkar frá ríkinu hafa ekki nema tvöfaldað sig á sama tíma þá þarf ekki stærðfræðing til að sjá að jafnan gengur ekki upp.“ Fjárskorturinn hefur meðal annars þær afleiðingar að nú er fjögurra til sex vikna bið í ráðgjöf hjá samtökunum. „Einhvern vegin verðum við að mæta þessu. Eins og staðan er núna þá erum við hjá góðum viðskiptabanka sem hefur veitt okkur yfirdrátt og erum að reka okkur á yfirdráttarláni eins og staðan er í dag. Svo erum við búin að efla verkefni sem heitir Regnbogavinir. Það er hægt að fara inn á síðuna til að gerast mánaðarlegur styrktaraðili. En með allt þetta rekstrarfé þá þurfum við tryggari stoðir til að tryggja grunnreksturinn til þess að þessi félagasamtök geti starfað eins og við eigum að starfa.“ Hinsegin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Félagasamtök Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Sjá meira
Algengt er að Ísland beri sig saman við nágrannaríkin þegar kemur að réttindabaráttu. Samtökin 78 eiga systurfélög á Norðurlöndunum og þegar fjármögnun félaganna er borin saman er eitt félag sem sker sig úr: Samtökin 78 sem fá 15 milljónir á ári á meðan systursamtök í Noregi fá 349 milljónir. Samtökin '78 fá 15 milljónir á ári. Það dugar ekki til að sögn framkvæmdastjóra samtakanna.vísir „Þegar ég ræði við kollega mína í systursamtökum á Norðurlöndunum þá í rauninni trúa þeir ekki hvernig við lifum þetta af. Einhvern veginn hefur þetta gengið en þetta er mjög þungt,“ sagði Daníel E. Arnarsson, framkvæmdastjóri Samtakanna '78. Mikil þjónustuþörf Hann segir að Samtökin skorti fjármagn, ekki síst vegna þess að þau hafi bætt gríðarlega við sig í þjónustu en þau veita meðal annars ráðgjöf til hinsegin fólks, og aðstandenda, skóla og fyrirtækja auk fræðslu ásamt því að sinna daglegum störfum hagsmunasamtaka. „Og það er þannig að þegar félagasamtök hafa vaxið sex til sjö hundruð prósent á síðustu fimm til sex árum og fjárframlög til okkar frá ríkinu hafa ekki nema tvöfaldað sig á sama tíma þá þarf ekki stærðfræðing til að sjá að jafnan gengur ekki upp.“ Fjárskorturinn hefur meðal annars þær afleiðingar að nú er fjögurra til sex vikna bið í ráðgjöf hjá samtökunum. „Einhvern vegin verðum við að mæta þessu. Eins og staðan er núna þá erum við hjá góðum viðskiptabanka sem hefur veitt okkur yfirdrátt og erum að reka okkur á yfirdráttarláni eins og staðan er í dag. Svo erum við búin að efla verkefni sem heitir Regnbogavinir. Það er hægt að fara inn á síðuna til að gerast mánaðarlegur styrktaraðili. En með allt þetta rekstrarfé þá þurfum við tryggari stoðir til að tryggja grunnreksturinn til þess að þessi félagasamtök geti starfað eins og við eigum að starfa.“
Hinsegin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Félagasamtök Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Sjá meira