Erlent

Yfir 50 þúsund saman komin á Íslendingadeginum

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Það var mikil stemning á Íslendingadeginum í Kanada.
Það var mikil stemning á Íslendingadeginum í Kanada. aðsend

Yfir fimmtíu þúsund eru saman komin á Íslendingadeginum í Kanada. Hátíðin, sem stendur yfir í nokkra daga, hefur verið haldin árlega frá árinu 1890 og fer fram í Gimli, en henni er ætlað að viðhalda sambandi Íslendinga og fólks af íslenskum uppruna í Kanada.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra Íslands er á hátíðinni og segir gesti hátíðarinnar umhugað um íslenska forfeður og sögu þjóðanna.

„Umgjörðin er að mörgu leyti mjög íslensk, það eru íslenskir fánar út um allt og íslenskar vörur. Hér stendur elsku amma og elsku afi víða. Hér er líka íslenskt veður í dag, svona í takt við verlslunarmannahelgina heima,“ segir Þórdís. 

Í dag er þó spáð betra veðri og mun Þórdís halda ræðu fyrir hátíðargesti.

„Þetta er allt saman ofboðslega áhugavert og mikil forréttindi að fá að koma.“

Samkvæmt heimasíðu hátíðarinnar er hátíðin næstelsta þjóðlega hátíðin í Norður-Ameríku, hún var fyrst haldin í Winnepeg árið 1890 en var færð um set árið 1932 og hefur verið haldin í Gimli síðan. Hátíðin hófst á föstudag og lýkur í dag.

Nóg var um að vera fyrir börn á öllum aldri.aðsend
Harðfiskur og brennivín á boðstólnum.aðsend
Víkingastemning.aðsend
Glatt á hjalla.
Gestir gera sitt besta við að halda heiðri landsins á lofti.
Íslenski fáninn sést víða í Gimli enda eru íbúar þar stoltir af íslenskum uppruna sínum.aðsend
Þjóðbúningar er í tísku í Gimli.aðsend


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×