Fótbolti

Mætti með yfirvaraskegg á blaðamannafund

Valur Páll Eiríksson skrifar
Alexandra Popp
Alexandra Popp Twitter/ESPN

Alexandra Popp, fyrirliði þýska kvennalandsliðsins í fótbolta, fór mikinn á blaðamannafundi fyrir úrslitaleik liðsins við England á Evrópumótinu í fótbolta sem fram fer á sunnudag.

Popp hefur verið í miklu stuði á EM en hún skoraði bæði mörk Þýskalands er það vann 2-1 sigur á Frakklandi í undanúrslitum. Hún er markahæst á mótinu með sex mörk, rétt eins og Beth Mead frá Englandi.

Eftir leikinn gegn Frökkum dreifðu þýskir netverjar af henni mynd á samfélagsmiðlum þar sem búið var að teikna á hana skegg. Fyrirsögnin sem fylgdi þeirri mynddreifingu var: „Verður í liði Hansi Flick í Katar: Alexander Bopp.“

Popp tók þátt í gríninu og mætti svo útlítandi á fundinn. Hún sagðist „vera Alexander í bili, gott að vera með ykkur.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×