Íslenski boltinn

Kristall Máni leikið sinn síðasta leik í Víkinni | Ekki með á morgun

Valur Páll Eiríksson skrifar
Kristall Máni skoraði bæði mörk Víkings í einvíginu gegn TNS og var það því hans síðasta verk í rauðsvörtu treyjunni að koma þeim áfram í Evrópu.
Kristall Máni skoraði bæði mörk Víkings í einvíginu gegn TNS og var það því hans síðasta verk í rauðsvörtu treyjunni að koma þeim áfram í Evrópu. vísir/diego

Greint var frá því á heimasíðu Víkings frá Reykjavík í dag að Kristall Máni Ingason hefði leikið sinn síðasta leik fyrir félagið. Hann heldur út til Noregs þar sem hann hefur samið við Rosenborg.

Kristall Máni gekk frá samningi við Rosenborg um miðjan júlí og hafa skipti hans legið fyrir síðan. Félagsskiptaglugginn í Noregi opnar á mánudaginn, 1. ágúst, og verður hann því formlega enn leikmaður Víkings þangað til.

Víkingur greindi frá því á heimasíðu félagsins í dag að Kristall hefði hins vegar leikið sinn síðasta leik fyrir félagið er það gerði markalaust jafntefli við TNS frá Wales í Sambandsdeild Evrópu á þriðjudag.

Kristall mun því ekki taka þátt í leik Víkings við Stjörnuna í Bestu deild karla á morgun, þrátt fyrir að mega það.

Víkingur og Stjarnan eigast við klukkan 14:00 á Samsung-vellinum í Garðabæ. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst bein útsending klukkan 13:50.

Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.