Þjóðhátíð farin af stað í blíðskaparveðri: „Svæðið sjaldan verið jafn stappað og í gær“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. júlí 2022 13:08 Vestmannaeyjar skarta sínu fegursta í blíðviðrinu sem leikur þar við heimamenn og gesti. Aðsend Húkkaraballið, sem er óformlegt upphaf Þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum, fór nokkuð vel fram í gærkvöldi og áætlað er að aldrei hafi fleiri sótt ballið. Skipuleggjendur Einnar með öllu á Akureyri ætla ekki að láta möguleikann á vondu veðri skemma verslunarmannahelgina fyrir sér. Húkkaraballið er á fimmtudeginum fyrir þjóðhátíð, og markar fyrir mörgum upphaf hátíðarinnar, sem verður þó ekki sett formlega fyrr en í dag. Formaður Þjóðhátíðarnefndar segir ballið hafa farið vel fram. „Herjólfur var þétt setinn hérna allan gærdaginn og blíðskaparveðrið mætti upp úr miðjum degi. Húkkaraballið fór bara vel fram og hefur líklega aldrei eða sjaldan verið sótt betur en í gær,“ segir Hörður Orri Grettisson, formaður þjóðhátíðarnefndar. Og hvað voru margir sem mættu í gær? „Við erum ekki komin með nákvæmar tölur en miðað við þá sem þekkja til þá hefur svæðið sjaldan verið jafn stappað og það var í gær.“ Hörður Orri er formaður Þjóðhátíðarnefndar ÍBV.Stöð 2 Í tilkynningu frá lögreglunni í Vestmanneyjum kemur fram að einn hafi verið handtekinn eftir að hafa veist að lögreglumönnum. Tvö minni háttar fíkniefnamál hafi komið upp og einn hafi fengið að gista fangageymslu að eigin ósk. Að öðru leyti hafi nóttin verið róleg hjá lögreglu. Mikil eftirvænting Hörður segir fólk streyma til Eyja með Herjólfi og þar ríki mikil eftirvænting, enda ekki verið haldin hefðbundin þjóðhátíð í Vestmannaeyjum síðan árið 2019. Þá kynnu einhverjir að spyrja: Er engin hætta á að fólk prjóni hreinlega yfir sig eftir tveggja ára hlé? „Nei, ég ætla nú að vona ekki. Fólk mætir bara og skemmtir sér og öðrum. Það er nú kannski mikilvægast í þessu, og að menn gangi hægt um gleðinnar dyr.“ Veðurspáin í Vestmannaeyjum er góð, og Hörður býst við að um 15 þúsund manns verði í Herjólfsdal á sunnudagskvöld, þegar hátíðin nær hámarki. „Veðrið skiptir auðvitað gríðarlegu máli þegar þú ert með útihátíð í gangi. Við vonum bara að það veður haldi og í augnablikinu er stórkostlegt veður hérna,“ segir Hörður. Íslendingar klæði sig vel Veðurspáin á Akureyri, þar sem hátíðin Ein með öllu fer fram um helgina, er ekki jafn góð og í Vestmannaeyjum. Á morgun er spáð stífri norðvestanátt með rigningu á Norðurlandi. Halldór Kristinn Harðarson, skipuleggjandi hátíðarinnar, segir veðrið í bænum í dag þó með ágætu móti. „Erum við Íslendingar ekki vanir að klæða okkur vel og hafa gaman? Mér sýnist þessar spár vera eitthvað sitt á hvað, en síðast þegar ég vissi átti laugardagurinn að vera mjög fínn og sunnudagurinn líka. Við ætlum ekkert að láta það skemma fyrir okkur ef það kemur einhver smá úði.“ Þjóðhátíð í Eyjum Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Vestmannaeyjar Akureyri Næturlíf Tengdar fréttir Býst við að umferðin verði þyngst í átt að góða veðrinu Hatíðarhöld fara fram víða um land um helgina með tilheyrandi umferðarþunga. Lögregla á von á að umferðin fari að þyngjast eftir hádegi og verði hvað þyngst um Suðurlandsveg á leið austur. 29. júlí 2022 11:43 Hlýjast á sunnanverðu landinu í dag Í dag verður norðlæg átt, þrír til tíu metrar á sekúndu og víða smáskúrir en rofar til suðvestan- og vestanlands. Einstaklingar á Suðaustur- og Austurlandi mega eiga von á rigningu í kvöld. 29. júlí 2022 06:44 Algerlega áfengis- og vímuefnalaus útihátíð um verslunarmannahelgi SÁÁ hefur blásið til fjölskylduhátíðar á Skógum um verslunarmannahelgi. Hátíðin er frábrugðin flestum öðrum þeim sem fram fara um helgina, enda verður áfengi ekki haft um hönd. Skipuleggjandi á von á því að allt að þúsund manns taki þátt í gleðinni. 28. júlí 2022 06:30 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Sjá meira
Húkkaraballið er á fimmtudeginum fyrir þjóðhátíð, og markar fyrir mörgum upphaf hátíðarinnar, sem verður þó ekki sett formlega fyrr en í dag. Formaður Þjóðhátíðarnefndar segir ballið hafa farið vel fram. „Herjólfur var þétt setinn hérna allan gærdaginn og blíðskaparveðrið mætti upp úr miðjum degi. Húkkaraballið fór bara vel fram og hefur líklega aldrei eða sjaldan verið sótt betur en í gær,“ segir Hörður Orri Grettisson, formaður þjóðhátíðarnefndar. Og hvað voru margir sem mættu í gær? „Við erum ekki komin með nákvæmar tölur en miðað við þá sem þekkja til þá hefur svæðið sjaldan verið jafn stappað og það var í gær.“ Hörður Orri er formaður Þjóðhátíðarnefndar ÍBV.Stöð 2 Í tilkynningu frá lögreglunni í Vestmanneyjum kemur fram að einn hafi verið handtekinn eftir að hafa veist að lögreglumönnum. Tvö minni háttar fíkniefnamál hafi komið upp og einn hafi fengið að gista fangageymslu að eigin ósk. Að öðru leyti hafi nóttin verið róleg hjá lögreglu. Mikil eftirvænting Hörður segir fólk streyma til Eyja með Herjólfi og þar ríki mikil eftirvænting, enda ekki verið haldin hefðbundin þjóðhátíð í Vestmannaeyjum síðan árið 2019. Þá kynnu einhverjir að spyrja: Er engin hætta á að fólk prjóni hreinlega yfir sig eftir tveggja ára hlé? „Nei, ég ætla nú að vona ekki. Fólk mætir bara og skemmtir sér og öðrum. Það er nú kannski mikilvægast í þessu, og að menn gangi hægt um gleðinnar dyr.“ Veðurspáin í Vestmannaeyjum er góð, og Hörður býst við að um 15 þúsund manns verði í Herjólfsdal á sunnudagskvöld, þegar hátíðin nær hámarki. „Veðrið skiptir auðvitað gríðarlegu máli þegar þú ert með útihátíð í gangi. Við vonum bara að það veður haldi og í augnablikinu er stórkostlegt veður hérna,“ segir Hörður. Íslendingar klæði sig vel Veðurspáin á Akureyri, þar sem hátíðin Ein með öllu fer fram um helgina, er ekki jafn góð og í Vestmannaeyjum. Á morgun er spáð stífri norðvestanátt með rigningu á Norðurlandi. Halldór Kristinn Harðarson, skipuleggjandi hátíðarinnar, segir veðrið í bænum í dag þó með ágætu móti. „Erum við Íslendingar ekki vanir að klæða okkur vel og hafa gaman? Mér sýnist þessar spár vera eitthvað sitt á hvað, en síðast þegar ég vissi átti laugardagurinn að vera mjög fínn og sunnudagurinn líka. Við ætlum ekkert að láta það skemma fyrir okkur ef það kemur einhver smá úði.“
Þjóðhátíð í Eyjum Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Vestmannaeyjar Akureyri Næturlíf Tengdar fréttir Býst við að umferðin verði þyngst í átt að góða veðrinu Hatíðarhöld fara fram víða um land um helgina með tilheyrandi umferðarþunga. Lögregla á von á að umferðin fari að þyngjast eftir hádegi og verði hvað þyngst um Suðurlandsveg á leið austur. 29. júlí 2022 11:43 Hlýjast á sunnanverðu landinu í dag Í dag verður norðlæg átt, þrír til tíu metrar á sekúndu og víða smáskúrir en rofar til suðvestan- og vestanlands. Einstaklingar á Suðaustur- og Austurlandi mega eiga von á rigningu í kvöld. 29. júlí 2022 06:44 Algerlega áfengis- og vímuefnalaus útihátíð um verslunarmannahelgi SÁÁ hefur blásið til fjölskylduhátíðar á Skógum um verslunarmannahelgi. Hátíðin er frábrugðin flestum öðrum þeim sem fram fara um helgina, enda verður áfengi ekki haft um hönd. Skipuleggjandi á von á því að allt að þúsund manns taki þátt í gleðinni. 28. júlí 2022 06:30 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Sjá meira
Býst við að umferðin verði þyngst í átt að góða veðrinu Hatíðarhöld fara fram víða um land um helgina með tilheyrandi umferðarþunga. Lögregla á von á að umferðin fari að þyngjast eftir hádegi og verði hvað þyngst um Suðurlandsveg á leið austur. 29. júlí 2022 11:43
Hlýjast á sunnanverðu landinu í dag Í dag verður norðlæg átt, þrír til tíu metrar á sekúndu og víða smáskúrir en rofar til suðvestan- og vestanlands. Einstaklingar á Suðaustur- og Austurlandi mega eiga von á rigningu í kvöld. 29. júlí 2022 06:44
Algerlega áfengis- og vímuefnalaus útihátíð um verslunarmannahelgi SÁÁ hefur blásið til fjölskylduhátíðar á Skógum um verslunarmannahelgi. Hátíðin er frábrugðin flestum öðrum þeim sem fram fara um helgina, enda verður áfengi ekki haft um hönd. Skipuleggjandi á von á því að allt að þúsund manns taki þátt í gleðinni. 28. júlí 2022 06:30