Að minnsta kosti þrjár fjölskyldur heyrnarlausra barna flúið land á síðustu tveimur árum vegna þjónustuleysis Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 28. júlí 2022 20:00 Heiðdís Dögg Eiríksdóttir er formaður Félags heyrnarlausra. aðsend Að minnsta kosti þrjár fjölskyldur heyrnarlausra barna hafa flúið land vegna skorts á þjónustu við börnin hér á landi. Formaður Félags heyrnarlausra segir að lögum um íslenskt táknmál sé ekki nægilega framfylgt og ábyrgð yfir málaflokknum allt of dreifða. Í gær greindum við frá því að móðir heyrnarlauss drengs hefur kært leikskóla sonar síns til mennta- og menningarmálaráðuneytisins þar sem hún telur skólann ekki koma til móts við þarfir hans eins og lög gera ráð fyrir. Hún sagði að oft treysti hún sér ekki til að senda son sinn á leikskólann þótt skólinn sérhæfi sig í að mæta þörfum heyrnarlausra barna. Stundum hafi drengurinn engan til að eiga samskipti við þar sem oft vanti táknmálstalandi starfsmann á vakt. Lög sett en síðan lítið gerst Formaður félags heyrnarlausra segir að fréttin hafi ekki komið á óvart þar sem þjónusta fyrir heyrnarlaus börn sé oft bágborin. Ellefu ár séu síðan lög um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmál voru sett á Alþingi en síðan þá hafi lítið sem ekkert gerst. „En síðan þá hefur engin aðgerðaráætlun fylgt og ekkert fjármagn fylgt með þannig það eru alls kyns hindranir í samfélaginu sem koma í veg fyrir að heyrnarlausir njóti jafnræðis miðað við aðra,“ sagði Heiðdís Dögg Eiríksdóttir, formaður Félags heyrnarlausra. Fjölskyldur gefist upp á þjónustuleysinu á Íslandi og flúið út Þá segir hún að bara á síðustu tveimur árum hafi að minnsta kosti þrjár fjölskyldur fundið sig knúnar til að flytja úr landi í leit að betri táknmálsþjónustu fyrir börn sín. Þrjár fjölskyldur, er það ekki hellingur miðað við þá sem eru heyrnarlausir á Íslandi, miðað við fjöldann? „Jú það er í rauninni mjög mikið. Þetta er mjög stór hluti og mikið skorið af íslenska táknmálssamfélaginu.“ Of dreifð ábyrgð Heiðdís segir að lögum um íslenskt táknmál sé ekki nægilega framfylgt hér á landi og að ábyrgð yfir málaflokknum allt of dreifð. Ríkið hafi sett lögin og hvorki fjármagn né aðgerðarpakki fylgt. Sveitarfélögunum sé svo falið að meta þjónustuþörfina hverju sinni en þau séu misjafnlega vel í stakk búin til að veita sérþekkingu. Heiðdís vill að ríkið sjái alfarið um málaflokkinn því nú sé hætta á að heyrnarlausum börnum verði mismunað eftir búsetu. „Það er það og þekkingin er mismunandi á milli sveitarfélaga. Það er mikil áhætta sem því fylgir því börnin eiga öll rétt á þessari þjónustu sem krefst svo mikillar sérþekkingar.“ Táknmál Jafnréttismál Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Leikskólar Grunnskólar Tengdar fréttir Kærir leikskóla heyrnarlauss sonar síns: Stundum hafi hann engan til að eiga samskipti við Móðir heyrnarlauss drengs treystir sér oft ekki til að senda son sinn á leikskólann þótt skólinn sérhæfi sig í að mæta þörfum heyrnarlausra barna. Stundum hafi drengurinn engan til að eiga samskipti við þar sem oft vanti táknmálstalandi starfsmann á vakt. Hún hefur kært skólann til menntamálaráðuneytisins og óttast að þurfa að flytja út fyrir landsteinana í leit að þjónustu fyrir börnin. 27. júlí 2022 20:00 Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sjá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sjá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Sjá meira
Í gær greindum við frá því að móðir heyrnarlauss drengs hefur kært leikskóla sonar síns til mennta- og menningarmálaráðuneytisins þar sem hún telur skólann ekki koma til móts við þarfir hans eins og lög gera ráð fyrir. Hún sagði að oft treysti hún sér ekki til að senda son sinn á leikskólann þótt skólinn sérhæfi sig í að mæta þörfum heyrnarlausra barna. Stundum hafi drengurinn engan til að eiga samskipti við þar sem oft vanti táknmálstalandi starfsmann á vakt. Lög sett en síðan lítið gerst Formaður félags heyrnarlausra segir að fréttin hafi ekki komið á óvart þar sem þjónusta fyrir heyrnarlaus börn sé oft bágborin. Ellefu ár séu síðan lög um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmál voru sett á Alþingi en síðan þá hafi lítið sem ekkert gerst. „En síðan þá hefur engin aðgerðaráætlun fylgt og ekkert fjármagn fylgt með þannig það eru alls kyns hindranir í samfélaginu sem koma í veg fyrir að heyrnarlausir njóti jafnræðis miðað við aðra,“ sagði Heiðdís Dögg Eiríksdóttir, formaður Félags heyrnarlausra. Fjölskyldur gefist upp á þjónustuleysinu á Íslandi og flúið út Þá segir hún að bara á síðustu tveimur árum hafi að minnsta kosti þrjár fjölskyldur fundið sig knúnar til að flytja úr landi í leit að betri táknmálsþjónustu fyrir börn sín. Þrjár fjölskyldur, er það ekki hellingur miðað við þá sem eru heyrnarlausir á Íslandi, miðað við fjöldann? „Jú það er í rauninni mjög mikið. Þetta er mjög stór hluti og mikið skorið af íslenska táknmálssamfélaginu.“ Of dreifð ábyrgð Heiðdís segir að lögum um íslenskt táknmál sé ekki nægilega framfylgt hér á landi og að ábyrgð yfir málaflokknum allt of dreifð. Ríkið hafi sett lögin og hvorki fjármagn né aðgerðarpakki fylgt. Sveitarfélögunum sé svo falið að meta þjónustuþörfina hverju sinni en þau séu misjafnlega vel í stakk búin til að veita sérþekkingu. Heiðdís vill að ríkið sjái alfarið um málaflokkinn því nú sé hætta á að heyrnarlausum börnum verði mismunað eftir búsetu. „Það er það og þekkingin er mismunandi á milli sveitarfélaga. Það er mikil áhætta sem því fylgir því börnin eiga öll rétt á þessari þjónustu sem krefst svo mikillar sérþekkingar.“
Táknmál Jafnréttismál Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Leikskólar Grunnskólar Tengdar fréttir Kærir leikskóla heyrnarlauss sonar síns: Stundum hafi hann engan til að eiga samskipti við Móðir heyrnarlauss drengs treystir sér oft ekki til að senda son sinn á leikskólann þótt skólinn sérhæfi sig í að mæta þörfum heyrnarlausra barna. Stundum hafi drengurinn engan til að eiga samskipti við þar sem oft vanti táknmálstalandi starfsmann á vakt. Hún hefur kært skólann til menntamálaráðuneytisins og óttast að þurfa að flytja út fyrir landsteinana í leit að þjónustu fyrir börnin. 27. júlí 2022 20:00 Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sjá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sjá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Sjá meira
Kærir leikskóla heyrnarlauss sonar síns: Stundum hafi hann engan til að eiga samskipti við Móðir heyrnarlauss drengs treystir sér oft ekki til að senda son sinn á leikskólann þótt skólinn sérhæfi sig í að mæta þörfum heyrnarlausra barna. Stundum hafi drengurinn engan til að eiga samskipti við þar sem oft vanti táknmálstalandi starfsmann á vakt. Hún hefur kært skólann til menntamálaráðuneytisins og óttast að þurfa að flytja út fyrir landsteinana í leit að þjónustu fyrir börnin. 27. júlí 2022 20:00