Milos Milojević, knattspyrnustjóri Malmö, hefur verið undir mikilli pressu fram af þessum leik og eftir að lokaleikflautið gall snerust stuðningsmenn liðsins gegn honum og kölluðu eftir afsögn hans sem fyrst.
Það er sænski miðilinn Dagens Nyheter sem greinir frá en stuðningsmenn liðsins eru ekki vanir því að upplifa tap á heimavelli í forkeppni fyrir Evrópukeppni.
Það snúa því öll spjót að Milos en tapið mun ekki hjálpa honum að viðhalda starfi sínu sem knattspyrnustjóri Malmö.
Malmö varð sænskur meistari í fyrra en er í dag í 5. sæti deildarinnar með 30 stig, þremur stigum frá toppsætinu.