Innlent

Snillingarnir Elvar Logi og Samúel í Selárdal

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Elfar Logi ásamt Marsibil Kristjánsdóttur, konu sinni, sem leikstýrir honum í þeim verkum, sem hann leikur í.
Elfar Logi ásamt Marsibil Kristjánsdóttur, konu sinni, sem leikstýrir honum í þeim verkum, sem hann leikur í. Magnús Hlynur Hreiðarsson

Elvar Logi Hannesson hjá Kómedíuleikhúsinu í Haukadal í Dýrafirði hefur ekki setið auðum höndum í sumar því hann hefur verið að sýna einleik um Samúel í Selárdal, „Listamanninn með barnshjartað“, sem hefur vakið mikla athygli.

Elvar Logi Hannesson leikari stofnaði Kómedíuleikhúsið árið 1997 en það er fyrsta og eina atvinnuleikhús Vestfjarða. Hann hefur sett upp fjölmargar sýningar með góðri aðstoð Marsibilar Kristjánsdóttur, eiginkonu sinnar, eins og um Gísla á Uppsölum og fjórar leiksýningar, sem tengjast ævi og verkum Steins Steinars svo eitthvað sé nefnt.

Nú er það hins vegar einleikurinn um Samúel í Selárdal.

„Jú, jú, maður hefur nú farið ófáar ferðirnar hérna yfir Selárdalsheiðina, bæði þegar við Salome mín fluttumst yfir í Tálknafjörð, baukuðum þar í einhverja áratugi, nú svo þegar við fluttum aftur hingað í Selárdal,“ segir Elvar Logi í texta úr verkinu.

Elfar Logi Hannesson í hlutverki Samúels í Selárdal, „Listamanninum með barnshjartað“ en einleikurinn er sýndur í samkomuhúsinu í Haukadal í Dýrafirði.Magnús Hlynur Hreiðarsson

„Þetta er samkomuhúsið í Haukadal í Dýrafirði og hér erum við með leikhús, atvinnuleikhús Vestfjarða, það er til húsa hér í þessum dal þar sem engin býr,“ segir Elvar Logi og hlær og bætir við.

„Þetta er skal ég segja þér vinnustofa Samúels, sem er kallaður „Listamaðurinn með barnshjartað“ og hann var í öðrum dal hér í næsta firði, Selárdal og það var hann sem bjó sér til þessa veröld, sem er miklu flottari en Disney eða Lego eða eitthvað þannig. Þetta er svona harmskopleikur, líf hans er bæði átakanlegt og svo líka dásamlegt og eins og einhver leikhúsmaðurinn sagði, þá hreyfir þetta við manni,“ segir snillingurinn Elvar Logi.

Facebook síða leikhússins

Elvar Logi að sýna leikmyndina í samkomuhúsinu í Haukadal.Magnús Hlynur Hreiðarsson


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×