Lífið

Will Smith skeit á skó Chris Rock

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Grínistanir Dave Chappelle, Chris Rock og Kevin Hart með geitinni Will Smith á sviðinu.
Grínistanir Dave Chappelle, Chris Rock og Kevin Hart með geitinni Will Smith á sviðinu. Twitter

Leikarinn Kevin Hart gaf uppistandaranum Chris Rock geitina Will Smith að gjöf þegar þeir héldu uppistand saman nýverið. Á sviðinu tók geitin upp á því að gera nýjum eiganda sínum grikk og skíta á hvíta skó hans.

Grínistarnir tveir héldu saman sýninguna Rock Hart: Only Headliners Allowed í New York-borg nýverið og ákvað Hart að koma Rock á óvart með því að gefa honum geit. Þegar David Chappelle, sem var með þeim félögum á sviðinu, spurði hvert nafn geitarinnar væri sagði Hart að hún héti Will Smith.

Nafn geitarinnar er án efa vísun í það þegar Will Smith fór óvænt upp á svið á síðustu Óskarsverðlaunahátíð til Chris Rock, sem var að kynna verðlaunin, og gaf honum kinnhest. Ástæða kinnhestsins virtist vera að Rock hafði sagt brandara sem tengdist hárlosi Jödu Pinkett-Smith, eiginkonu Will.

Kevin Hart var inntur frekari skýringa á gjöfinni af Jimmy Kimmel í viðtalsþættinum The Tonight Show á mánudag og sagði þá að hann hefði gefið Chris Rock geitina af því Rock væri í hans augum „the G.O.A.T“ sem stendur fyrir „the greatest of all time“ og er algengur frasi í bandarískri íþróttamenningu.

Í viðtalinu við Kimmel sagðist Hart jafnframt hafa haldið að geitin Will Smith myndi halda tveggja mínútna uppistand á sviðinu en „í staðinn skeit hann á skó Chris,“ sagði Hart.


Tengdar fréttir

Rock að melta kinnhestinn: „Hvernig var helgin ykkar?“

Grínistinn Chris Rock er enn að melta kinnhestinn sem leikarinn Will Smith veitti honum á Óskarsverðlaunahátíðinni aðfaranótt mánudags. Rock kom fram í Boston í gærkvöldi í fyrsta skipti síðan uppákoman átti sér stað.

Smith biður Chris Rock af­sökunar á kinn­hestinum

Leikarinn Will Smith hefur beðist afsökunar á að hafa slegið starfsbróður sinn, Chris Rock, á sviðinu á Óskarsverðlaunahátíðinni í nótt. Hann sló Rock eftir að sá síðarnefndi, sem var að kynna verðlaunaflokk á hátíðinni, grínaðist með hárgreiðslu Jada Pinkett Smith, eiginkonu Will, en hún er með sjúkdóm sem veldur hárlosi.

Will Smith sló Chris Rock í beinni útsendingu

Will Smith rauk upp á svið og sló Chris Rock í beinni útsendingu á Óskarnum eftir að hann kom með brandara um konuna hans Jada Pinkett Smith. Rock virtist vera í áfalli í kjölfarið.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.