Lífið

Will Smith sló Chris Rock í beinni útsendingu

Elísabet Hanna og Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifa
Will Smith gekk upp að Chris Rock á sviðinu og sló hann fast.
Will Smith gekk upp að Chris Rock á sviðinu og sló hann fast. Getty/Neilson Barnard

Will Smith rauk upp á svið og sló Chris Rock í beinni útsendingu á Óskarnum eftir að hann kom með brandara um konuna hans Jada Pinkett Smith. Rock virtist vera í áfalli í kjölfarið.

Chris Rock sagði brandara um að Jada Pinkett minnti á karakterinn G.I. Jane sem Demi Moore lék í samnefndri bíómynd. Jada Pinkett er krúnurökuð en hún hefur talað opinberlega um að hún glími við hárlos. 

Smith var nóg boðið, labbaði upp á svið og sló Rock sem virtist bregða töluvert. 

Smith öskraði einnig á Rock: 

„Láttu nafn konunnar minnar ekki koma út úr fokking munninum á þér“. 

Þetta gæti hafa verið eitt óþægilegasta augnablik Óskarsins og verður áhugavert að sjá hverjir eftirmálarnir verða. Shawn Combs kom upp á svið í kjölfar átakanna og sagði að þeir Smith og Rock myndu leysa úr þessu saman eins og fjölskylda eftir útsendinguna.

Akademían sendi frá sér yfirlýsingu í kjölfarið þar sem fram kom að samtökin fordæmdu allt ofbeldi.

Will Smith var augnablikum síðar valinn besti leikari í aðalhlutverki fyrir King Richard. Smith, sem vann sín fyrstu Óskarsverðlaun, baðst afsökunar á atvikinu í ræðu sinni.

Þar sagðist hann vilja vera boðberi ástarinnar og minnti á mikilvægi þess að standa með fólkinu sínu. Eins og Richard sjálfur, faðir Serenu og Venus Williams tennissystranna gerði.

Hér má sjá samantekt yfir alla sigurvegara gærkvöldsins sem var í beinni útsendingu á Stöð 2.


Tengdar fréttir

Óskarsvaktin 2022

Óskarinn fer fram í Dolby leikhúsinu í kvöld þar sem allar stærstu stjörnurnar mæta og vonast eftir gullstyttunni. Dóra Júlía og Elísabet Hanna ætla að halda uppi vaktinni í nótt og fara með lesendum í gegnum rauða dregilinn og hátíðina. 

Hita upp fyrir Óskarinn

Dóra Júlía og Elísabet Hanna ætla að fylgja þér í gegnum Óskarinn á sunnudaginn og tóku þær forskot á sæluna með sérstökum upphitunarþætti. Þær ætla að vera með ykkur á vaktinni á Vísi frá því að fyrsta stjarnan mætir og þangað til að sú síðasta fer heim.

Ariana DeBose skráði sig í sögubækurnar

Ariana DeBose skráði sig í sögubækurnar á Óskarsverðlaununum nú í nótt. DeBose er fyrsta dökka opinberlega hinsegin konan til að vinna til Óskarsverðlauna fyrir leik í kvikmynd.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×