Rock að melta kinnhestinn: „Hvernig var helgin ykkar?“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. mars 2022 08:35 Chris Rock mætir á fyrri sýningu af tveimur í Boston í gærkvöldi. Getty/Barry Chin Grínistinn Chris Rock er enn að melta kinnhestinn sem leikarinn Will Smith veitti honum á Óskarsverðlaunahátíðinni aðfaranótt mánudags. Rock kom fram í Boston í gærkvöldi í fyrsta skipti síðan uppákoman átti sér stað. Rock var ákaft fagnað í Boston í gærkvöldi miðað við upptöku af staðnum sem Variety fjallaði um í gærkvöldi. Hann dró strax úr væntingum áhorfenda þess efnis að hann myndi ræða uppákomuna á Óskarsverðlaunahátíðinni. „Hvernig var helgin ykkar?“ var það fyrsta sem Rock sagði við gesti. „Ég ætla ekki að tala mikið um það sem gerðist. Ef þið komuð til að hlusta á það, ég var búinn að undirbúa heila sýningu fyrir helgi. Ég er enn að melta það sem gerðist,“ sagði Rock. Áhorfandi öskraði „við elskum þig“ og skarinn fagnaði. „Á einhverjum tímapunkti mun ég ræða þetta rugl,“ sagði Rock. Hann sagði að frásögnin yrði bæði alvarleg og fyndin. Rock gerði grín að klippingu Jada Pinkett Smith á verðlaunahátíðinni. Pinkett, sem hefur glímt við hárlos, var snoðuð. Líkti Rock henni við G.I. Jane, úr samnefndi bíómynd þar sem Demi Moore lék snoðaðan hermann, og sagðist ekki geta beðið eftir að sjá Pinkett Smith í G.I. Jane 2. Will Smith, eiginmaður Pinkett, hló í fyrstu að brandaranum en augnabliki síðar var hann kominn upp á svið og löðrungaði Rock. Í framhaldinu gekk hann til sætis síns en öskraði svo á Rock að minnast ekki á konu hans. Vegglistaverk í Berlín sem sýnir augnablikið þegar Smith sló Rock utan undir.Getty Images/Adam Berry Uppákoman hefur vakið heimsathygli en Smith var innan við klukkustund síðar verðlaunaður sem besti leikari í aðalhlutverki fyrir hlutverk sitt í King Richard. Í þakkarræðu sinni ræddi Smith um að verja fjölskyldu sína og bað Óskarsverðlaunaakademíuna afsökunar. Á mánudag bað Smith svo Rock afsökunar. Fram kom í fjölmiðlum í gær að Smith hefði verið beðinn um að yfirgefa samkomuna eftir að atvikið átti sér stað. Smith hefði neitað. Miðaverð á sýningar Rock hefur rokið upp eftir að uppákoman átti sér stað. AP segir að áhorfendum á sýningu Rock í gærkvöldi hafi verið meinað að taka símana sína með í sæti sín. Óskarsverðlaunin Hollywood Will Smith löðrungar Chris Rock Tengdar fréttir Smith neitaði að yfirgefa salinn eftir kinnhestinn Leikarinn Will Smith var beðinn um að yfirgefa Óskarsverðlaunahátíðina eftir að hann gaf grínistanum Chris Rock kinnhest. Smith neitaði að verða við beiðninni. 30. mars 2022 23:27 Fordæma kinnhestinn sem verður rannsakaður Bandaríska kvikmyndakademían hefur fordæmt hegðun leikarans Wills Smith á nýafstaðinni Óskarsverðlaunafhendingu, þar sem Smith gaf grínistanum Chris Rock kinnhest í beinni útsendingu. 28. mars 2022 19:41 Smith biður Chris Rock afsökunar á kinnhestinum Leikarinn Will Smith hefur beðist afsökunar á að hafa slegið starfsbróður sinn, Chris Rock, á sviðinu á Óskarsverðlaunahátíðinni í nótt. Hann sló Rock eftir að sá síðarnefndi, sem var að kynna verðlaunaflokk á hátíðinni, grínaðist með hárgreiðslu Jada Pinkett Smith, eiginkonu Will, en hún er með sjúkdóm sem veldur hárlosi. 28. mars 2022 23:42 Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Bob Weir látinn Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Fleiri fréttir Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Sjá meira
Rock var ákaft fagnað í Boston í gærkvöldi miðað við upptöku af staðnum sem Variety fjallaði um í gærkvöldi. Hann dró strax úr væntingum áhorfenda þess efnis að hann myndi ræða uppákomuna á Óskarsverðlaunahátíðinni. „Hvernig var helgin ykkar?“ var það fyrsta sem Rock sagði við gesti. „Ég ætla ekki að tala mikið um það sem gerðist. Ef þið komuð til að hlusta á það, ég var búinn að undirbúa heila sýningu fyrir helgi. Ég er enn að melta það sem gerðist,“ sagði Rock. Áhorfandi öskraði „við elskum þig“ og skarinn fagnaði. „Á einhverjum tímapunkti mun ég ræða þetta rugl,“ sagði Rock. Hann sagði að frásögnin yrði bæði alvarleg og fyndin. Rock gerði grín að klippingu Jada Pinkett Smith á verðlaunahátíðinni. Pinkett, sem hefur glímt við hárlos, var snoðuð. Líkti Rock henni við G.I. Jane, úr samnefndi bíómynd þar sem Demi Moore lék snoðaðan hermann, og sagðist ekki geta beðið eftir að sjá Pinkett Smith í G.I. Jane 2. Will Smith, eiginmaður Pinkett, hló í fyrstu að brandaranum en augnabliki síðar var hann kominn upp á svið og löðrungaði Rock. Í framhaldinu gekk hann til sætis síns en öskraði svo á Rock að minnast ekki á konu hans. Vegglistaverk í Berlín sem sýnir augnablikið þegar Smith sló Rock utan undir.Getty Images/Adam Berry Uppákoman hefur vakið heimsathygli en Smith var innan við klukkustund síðar verðlaunaður sem besti leikari í aðalhlutverki fyrir hlutverk sitt í King Richard. Í þakkarræðu sinni ræddi Smith um að verja fjölskyldu sína og bað Óskarsverðlaunaakademíuna afsökunar. Á mánudag bað Smith svo Rock afsökunar. Fram kom í fjölmiðlum í gær að Smith hefði verið beðinn um að yfirgefa samkomuna eftir að atvikið átti sér stað. Smith hefði neitað. Miðaverð á sýningar Rock hefur rokið upp eftir að uppákoman átti sér stað. AP segir að áhorfendum á sýningu Rock í gærkvöldi hafi verið meinað að taka símana sína með í sæti sín.
Óskarsverðlaunin Hollywood Will Smith löðrungar Chris Rock Tengdar fréttir Smith neitaði að yfirgefa salinn eftir kinnhestinn Leikarinn Will Smith var beðinn um að yfirgefa Óskarsverðlaunahátíðina eftir að hann gaf grínistanum Chris Rock kinnhest. Smith neitaði að verða við beiðninni. 30. mars 2022 23:27 Fordæma kinnhestinn sem verður rannsakaður Bandaríska kvikmyndakademían hefur fordæmt hegðun leikarans Wills Smith á nýafstaðinni Óskarsverðlaunafhendingu, þar sem Smith gaf grínistanum Chris Rock kinnhest í beinni útsendingu. 28. mars 2022 19:41 Smith biður Chris Rock afsökunar á kinnhestinum Leikarinn Will Smith hefur beðist afsökunar á að hafa slegið starfsbróður sinn, Chris Rock, á sviðinu á Óskarsverðlaunahátíðinni í nótt. Hann sló Rock eftir að sá síðarnefndi, sem var að kynna verðlaunaflokk á hátíðinni, grínaðist með hárgreiðslu Jada Pinkett Smith, eiginkonu Will, en hún er með sjúkdóm sem veldur hárlosi. 28. mars 2022 23:42 Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Bob Weir látinn Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Fleiri fréttir Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Sjá meira
Smith neitaði að yfirgefa salinn eftir kinnhestinn Leikarinn Will Smith var beðinn um að yfirgefa Óskarsverðlaunahátíðina eftir að hann gaf grínistanum Chris Rock kinnhest. Smith neitaði að verða við beiðninni. 30. mars 2022 23:27
Fordæma kinnhestinn sem verður rannsakaður Bandaríska kvikmyndakademían hefur fordæmt hegðun leikarans Wills Smith á nýafstaðinni Óskarsverðlaunafhendingu, þar sem Smith gaf grínistanum Chris Rock kinnhest í beinni útsendingu. 28. mars 2022 19:41
Smith biður Chris Rock afsökunar á kinnhestinum Leikarinn Will Smith hefur beðist afsökunar á að hafa slegið starfsbróður sinn, Chris Rock, á sviðinu á Óskarsverðlaunahátíðinni í nótt. Hann sló Rock eftir að sá síðarnefndi, sem var að kynna verðlaunaflokk á hátíðinni, grínaðist með hárgreiðslu Jada Pinkett Smith, eiginkonu Will, en hún er með sjúkdóm sem veldur hárlosi. 28. mars 2022 23:42