Rock að melta kinnhestinn: „Hvernig var helgin ykkar?“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. mars 2022 08:35 Chris Rock mætir á fyrri sýningu af tveimur í Boston í gærkvöldi. Getty/Barry Chin Grínistinn Chris Rock er enn að melta kinnhestinn sem leikarinn Will Smith veitti honum á Óskarsverðlaunahátíðinni aðfaranótt mánudags. Rock kom fram í Boston í gærkvöldi í fyrsta skipti síðan uppákoman átti sér stað. Rock var ákaft fagnað í Boston í gærkvöldi miðað við upptöku af staðnum sem Variety fjallaði um í gærkvöldi. Hann dró strax úr væntingum áhorfenda þess efnis að hann myndi ræða uppákomuna á Óskarsverðlaunahátíðinni. „Hvernig var helgin ykkar?“ var það fyrsta sem Rock sagði við gesti. „Ég ætla ekki að tala mikið um það sem gerðist. Ef þið komuð til að hlusta á það, ég var búinn að undirbúa heila sýningu fyrir helgi. Ég er enn að melta það sem gerðist,“ sagði Rock. Áhorfandi öskraði „við elskum þig“ og skarinn fagnaði. „Á einhverjum tímapunkti mun ég ræða þetta rugl,“ sagði Rock. Hann sagði að frásögnin yrði bæði alvarleg og fyndin. Rock gerði grín að klippingu Jada Pinkett Smith á verðlaunahátíðinni. Pinkett, sem hefur glímt við hárlos, var snoðuð. Líkti Rock henni við G.I. Jane, úr samnefndi bíómynd þar sem Demi Moore lék snoðaðan hermann, og sagðist ekki geta beðið eftir að sjá Pinkett Smith í G.I. Jane 2. Will Smith, eiginmaður Pinkett, hló í fyrstu að brandaranum en augnabliki síðar var hann kominn upp á svið og löðrungaði Rock. Í framhaldinu gekk hann til sætis síns en öskraði svo á Rock að minnast ekki á konu hans. Vegglistaverk í Berlín sem sýnir augnablikið þegar Smith sló Rock utan undir.Getty Images/Adam Berry Uppákoman hefur vakið heimsathygli en Smith var innan við klukkustund síðar verðlaunaður sem besti leikari í aðalhlutverki fyrir hlutverk sitt í King Richard. Í þakkarræðu sinni ræddi Smith um að verja fjölskyldu sína og bað Óskarsverðlaunaakademíuna afsökunar. Á mánudag bað Smith svo Rock afsökunar. Fram kom í fjölmiðlum í gær að Smith hefði verið beðinn um að yfirgefa samkomuna eftir að atvikið átti sér stað. Smith hefði neitað. Miðaverð á sýningar Rock hefur rokið upp eftir að uppákoman átti sér stað. AP segir að áhorfendum á sýningu Rock í gærkvöldi hafi verið meinað að taka símana sína með í sæti sín. Óskarsverðlaunin Hollywood Will Smith löðrungar Chris Rock Tengdar fréttir Smith neitaði að yfirgefa salinn eftir kinnhestinn Leikarinn Will Smith var beðinn um að yfirgefa Óskarsverðlaunahátíðina eftir að hann gaf grínistanum Chris Rock kinnhest. Smith neitaði að verða við beiðninni. 30. mars 2022 23:27 Fordæma kinnhestinn sem verður rannsakaður Bandaríska kvikmyndakademían hefur fordæmt hegðun leikarans Wills Smith á nýafstaðinni Óskarsverðlaunafhendingu, þar sem Smith gaf grínistanum Chris Rock kinnhest í beinni útsendingu. 28. mars 2022 19:41 Smith biður Chris Rock afsökunar á kinnhestinum Leikarinn Will Smith hefur beðist afsökunar á að hafa slegið starfsbróður sinn, Chris Rock, á sviðinu á Óskarsverðlaunahátíðinni í nótt. Hann sló Rock eftir að sá síðarnefndi, sem var að kynna verðlaunaflokk á hátíðinni, grínaðist með hárgreiðslu Jada Pinkett Smith, eiginkonu Will, en hún er með sjúkdóm sem veldur hárlosi. 28. mars 2022 23:42 Mest lesið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Lífið Ástfangin á ný Lífið Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Lífið Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Lífið Fleiri fréttir „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Sjá meira
Rock var ákaft fagnað í Boston í gærkvöldi miðað við upptöku af staðnum sem Variety fjallaði um í gærkvöldi. Hann dró strax úr væntingum áhorfenda þess efnis að hann myndi ræða uppákomuna á Óskarsverðlaunahátíðinni. „Hvernig var helgin ykkar?“ var það fyrsta sem Rock sagði við gesti. „Ég ætla ekki að tala mikið um það sem gerðist. Ef þið komuð til að hlusta á það, ég var búinn að undirbúa heila sýningu fyrir helgi. Ég er enn að melta það sem gerðist,“ sagði Rock. Áhorfandi öskraði „við elskum þig“ og skarinn fagnaði. „Á einhverjum tímapunkti mun ég ræða þetta rugl,“ sagði Rock. Hann sagði að frásögnin yrði bæði alvarleg og fyndin. Rock gerði grín að klippingu Jada Pinkett Smith á verðlaunahátíðinni. Pinkett, sem hefur glímt við hárlos, var snoðuð. Líkti Rock henni við G.I. Jane, úr samnefndi bíómynd þar sem Demi Moore lék snoðaðan hermann, og sagðist ekki geta beðið eftir að sjá Pinkett Smith í G.I. Jane 2. Will Smith, eiginmaður Pinkett, hló í fyrstu að brandaranum en augnabliki síðar var hann kominn upp á svið og löðrungaði Rock. Í framhaldinu gekk hann til sætis síns en öskraði svo á Rock að minnast ekki á konu hans. Vegglistaverk í Berlín sem sýnir augnablikið þegar Smith sló Rock utan undir.Getty Images/Adam Berry Uppákoman hefur vakið heimsathygli en Smith var innan við klukkustund síðar verðlaunaður sem besti leikari í aðalhlutverki fyrir hlutverk sitt í King Richard. Í þakkarræðu sinni ræddi Smith um að verja fjölskyldu sína og bað Óskarsverðlaunaakademíuna afsökunar. Á mánudag bað Smith svo Rock afsökunar. Fram kom í fjölmiðlum í gær að Smith hefði verið beðinn um að yfirgefa samkomuna eftir að atvikið átti sér stað. Smith hefði neitað. Miðaverð á sýningar Rock hefur rokið upp eftir að uppákoman átti sér stað. AP segir að áhorfendum á sýningu Rock í gærkvöldi hafi verið meinað að taka símana sína með í sæti sín.
Óskarsverðlaunin Hollywood Will Smith löðrungar Chris Rock Tengdar fréttir Smith neitaði að yfirgefa salinn eftir kinnhestinn Leikarinn Will Smith var beðinn um að yfirgefa Óskarsverðlaunahátíðina eftir að hann gaf grínistanum Chris Rock kinnhest. Smith neitaði að verða við beiðninni. 30. mars 2022 23:27 Fordæma kinnhestinn sem verður rannsakaður Bandaríska kvikmyndakademían hefur fordæmt hegðun leikarans Wills Smith á nýafstaðinni Óskarsverðlaunafhendingu, þar sem Smith gaf grínistanum Chris Rock kinnhest í beinni útsendingu. 28. mars 2022 19:41 Smith biður Chris Rock afsökunar á kinnhestinum Leikarinn Will Smith hefur beðist afsökunar á að hafa slegið starfsbróður sinn, Chris Rock, á sviðinu á Óskarsverðlaunahátíðinni í nótt. Hann sló Rock eftir að sá síðarnefndi, sem var að kynna verðlaunaflokk á hátíðinni, grínaðist með hárgreiðslu Jada Pinkett Smith, eiginkonu Will, en hún er með sjúkdóm sem veldur hárlosi. 28. mars 2022 23:42 Mest lesið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Lífið Ástfangin á ný Lífið Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Lífið Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Lífið Fleiri fréttir „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Sjá meira
Smith neitaði að yfirgefa salinn eftir kinnhestinn Leikarinn Will Smith var beðinn um að yfirgefa Óskarsverðlaunahátíðina eftir að hann gaf grínistanum Chris Rock kinnhest. Smith neitaði að verða við beiðninni. 30. mars 2022 23:27
Fordæma kinnhestinn sem verður rannsakaður Bandaríska kvikmyndakademían hefur fordæmt hegðun leikarans Wills Smith á nýafstaðinni Óskarsverðlaunafhendingu, þar sem Smith gaf grínistanum Chris Rock kinnhest í beinni útsendingu. 28. mars 2022 19:41
Smith biður Chris Rock afsökunar á kinnhestinum Leikarinn Will Smith hefur beðist afsökunar á að hafa slegið starfsbróður sinn, Chris Rock, á sviðinu á Óskarsverðlaunahátíðinni í nótt. Hann sló Rock eftir að sá síðarnefndi, sem var að kynna verðlaunaflokk á hátíðinni, grínaðist með hárgreiðslu Jada Pinkett Smith, eiginkonu Will, en hún er með sjúkdóm sem veldur hárlosi. 28. mars 2022 23:42