Tímaspursmál hvenær moskítóflugan nái hér fótfestu Eiður Þór Árnason skrifar 28. júlí 2022 07:01 Gísli Már Gíslason, prófessor emeritus í vatnalíffræði, efast ekki um að óspennandi skordýrategundir eigi eftir að gerast landnemar á næstu áratugum. Vísir Mjög ör breyting hefur verið á skordýraflóru Íslands seinustu áratugi og hefur tegundum fjölgað um 300 til 400 hér á landi seinustu áratugi. Gísli Már Gíslason, prófessor emeritus í vatnalíffræði, segir einungis tímaspursmál hvenær moskítóflugur ná fótfestu hér og lifi góðu lífi á Íslandi. „Ef við lítum á nágrannalöndin þá eru um 40 tegundir af moskítóflugum sem lifa hérna í Suður-Skandinavíu, á Bretlandseyjum og norður eftir allri Skandinavíu, það eru meira að segja í Grænlandi tvær tegundir.“ „Þær hafa bara ekki haft tækifæri til að berast hingað en sumar tegundir geta örugglega lifað hérna því núna eru veturnir og vorin hérna ekkert ósvipað því sem var í Skotlandi fyrir 40 til 50 árum, þar er þetta grasserandi. Ég hef ekki trú á öðru en að þetta berist hingað,“ sagði Gísli í Bítinu á Bylgjunni. Saga geitunga ekki löng á Íslandi Að sögn Gísla var vitað um í kringum 1.300 skordýrategundir á Íslandi fyrir 30 árum en talan sé nú um 1.600 til 1.700. Bæði hafi veðurskilyrði orðið betri fyrir suðlægari tegundir á seinustu áratugum og auðveldara fyrir þær að flytjast yfir Atlantshafið. Allar geitungategundir sem finnist nú á landinu hafi borist hingað á seinustu 50 til 60 árum og humlutegundum fjölgað úr einni í sex til sjö. Gísli segir erfitt að koma í veg fyrir fjölgun skordýrategunda hérlendis þar sem ýmsar þeirra hafi alltaf getað lifað á Íslandi en aldrei átt þess kost að berast til landsins. Fórnarlömb lúsmýsins gætu þurft að venjast fleiri bitvörgum í framtíðinni.Getty/mrs Illa við að fá moskítóflugurnar „Það eru komnir gámaflutningar og við með innflutning á ýmsu tengdu landbúnaði, eins og mold og lifandi plöntum og þá koma pöddur með. Þessi skordýr eru svo sem ekkert skaðleg, nema þau geta verið leiðinleg.“ Gísli segist þekkja þetta á eigin skinni en hann var nýlega stunginn í augabrúnina af holugeitungi og fékk svo slæmt glóðarauga að hann vildi helst sleppa því að fara út fyrir hússins dyr. Aðspurður um það hvaða nýju skordýrategundir Gísli myndi einna helst vilja losna við nefnir hann lúsmýið og spánarsnigilinn. Erfitt sé eiga við lúsmýið og snigilinn éti allt sem fyrir verði ásamt því að leggjast á annað smádýralíf sem gagn sé af. Þá er Gísla illa við að fá moskítóflugur til landsins en telur það vera óumflýjanlegan veruleika. Viðtalið við Gísla má hlusta á í heild sinni í spilaranum. Skordýr Bítið Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
„Ef við lítum á nágrannalöndin þá eru um 40 tegundir af moskítóflugum sem lifa hérna í Suður-Skandinavíu, á Bretlandseyjum og norður eftir allri Skandinavíu, það eru meira að segja í Grænlandi tvær tegundir.“ „Þær hafa bara ekki haft tækifæri til að berast hingað en sumar tegundir geta örugglega lifað hérna því núna eru veturnir og vorin hérna ekkert ósvipað því sem var í Skotlandi fyrir 40 til 50 árum, þar er þetta grasserandi. Ég hef ekki trú á öðru en að þetta berist hingað,“ sagði Gísli í Bítinu á Bylgjunni. Saga geitunga ekki löng á Íslandi Að sögn Gísla var vitað um í kringum 1.300 skordýrategundir á Íslandi fyrir 30 árum en talan sé nú um 1.600 til 1.700. Bæði hafi veðurskilyrði orðið betri fyrir suðlægari tegundir á seinustu áratugum og auðveldara fyrir þær að flytjast yfir Atlantshafið. Allar geitungategundir sem finnist nú á landinu hafi borist hingað á seinustu 50 til 60 árum og humlutegundum fjölgað úr einni í sex til sjö. Gísli segir erfitt að koma í veg fyrir fjölgun skordýrategunda hérlendis þar sem ýmsar þeirra hafi alltaf getað lifað á Íslandi en aldrei átt þess kost að berast til landsins. Fórnarlömb lúsmýsins gætu þurft að venjast fleiri bitvörgum í framtíðinni.Getty/mrs Illa við að fá moskítóflugurnar „Það eru komnir gámaflutningar og við með innflutning á ýmsu tengdu landbúnaði, eins og mold og lifandi plöntum og þá koma pöddur með. Þessi skordýr eru svo sem ekkert skaðleg, nema þau geta verið leiðinleg.“ Gísli segist þekkja þetta á eigin skinni en hann var nýlega stunginn í augabrúnina af holugeitungi og fékk svo slæmt glóðarauga að hann vildi helst sleppa því að fara út fyrir hússins dyr. Aðspurður um það hvaða nýju skordýrategundir Gísli myndi einna helst vilja losna við nefnir hann lúsmýið og spánarsnigilinn. Erfitt sé eiga við lúsmýið og snigilinn éti allt sem fyrir verði ásamt því að leggjast á annað smádýralíf sem gagn sé af. Þá er Gísla illa við að fá moskítóflugur til landsins en telur það vera óumflýjanlegan veruleika. Viðtalið við Gísla má hlusta á í heild sinni í spilaranum.
Skordýr Bítið Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira