Fótbolti

Ensku blöðin: Himnaríki og hællinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alessia Russo fagnar hælspyrnumarkinu sínu í gær.
Alessia Russo fagnar hælspyrnumarkinu sínu í gær. Getty/Naomi Baker

Ensku ljónynjurnar stálu að sjálfsögðu fyrirsögnunum í ensku blöðunum í morgun eftir 4-0 sigur á Svíþjóð í undanúrslitaleik Evrópumótsins.

Enska landsliðið er aðeins einum sigri frá því að tryggja Englendingum fyrsta titilinn í landsliðsfótbolta síðan að karlaliðið varð heimsmeistari árið 1966.

Ensku konurnar eru búnar að vinna alla fimm leiki sína á mótinu og það með markatölunni 20-1.

Hælspyrna Alessia Russo var náttúrulega mjög áberandi og það mátti sjá fyrirsagnir eins og „Himnaríki og hællinn“ hjá The Daily Express og svo „Heel we go“ hjá Metro.

Hér fyrir neðan má sjá nokkur dæmi um forsíður ensku blaðanna á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×