Innlent

Litla sveitabúðin hefur slegið í gegn í Svarfaðardal

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Bjarni og Hrafnhildur eru alsæl í Svarfaðardalnum með Litlu sveitabúðina sína.
Bjarni og Hrafnhildur eru alsæl í Svarfaðardalnum með Litlu sveitabúðina sína. Magnús Hlynur Hreiðarsson

Hjónin á bænum Völlum í Svarfaðardal kalla ekki allt ömmu sína þegar um verslun og viðskipti er að ræða því þau eru með litla sveitabúið á hlaðinu hjá sér þar sem hægt er að fá allskonar sælkeravörur úr ræktun þeirra. Bleikja er líka ræktuð í tjörn á bænum.

Það er frábært að koma á bæinn Velli því þar er mikill drifkraftur í fólkinu á staðnum, þau rækta og rækta og framleiða íslenskar vörur, sem njóta mikill vinsælda.

„Hér erum við að rækta ýmislegt, ber og tína jurtir og reykja osta, gæs og bleikju og gera sultur og saft og bara nefndu það,“ segir Bjarni Óskarsson alsæll með sveitabúðina.

„Þetta átti að vera sumarbústaður en nú eru þetta þrælabúðir en þær eru mjög fallegar þessar þrælabúðir og okkur líður ekki illa hérna,“ segir Hrafnhildur Ingimarsdóttir hlægjandi, en hún er eiginkona Bjarna.

Á Völlum er líka glæsilegur salur þar sem hægt er að taka á móti hópum og halda veislur. Bjarni segir að salurinn sé vinsæll.Magnús Hlynur Hreiðarsson

Hjónunum þykir frábært að vera með sveitabúðina í Svarfaðardal.

„Já, jákvæð, enda var hann kosinn fallegasti dalur á landinu fyrir nokkrum árum. Hann er svo fallegur, veðursæll og það er gott fólk, sem býr hérna og það er ekkert mý þó að það sé gott veður,“ segir Bjarni.

Bjarni og Hrafnhildur eru líka að rækta bleikjur í tjörn hjá sér, stóra og fallega fiska.

„Já, það er gaman af þessu, bara hobbí, leyfa barnabörnum að veiða, þetta er mjög skemmtilegt,“ bætir Bjarni við.

Hægt er að gera góð kaup á ýmsu góðgæti hjá Bjarna og Hrafnhildi.Magnús Hlynur Hreiðarsson

Heimasíða staðarins



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×