Ekki á borðinu að bæta við kvótann í sumar Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 26. júlí 2022 12:01 Svandís segist skilja strandveiðimenn á Norður- og Austurlandi vel og það sé hennar ætlun að útrýma ójöfnuði í strandveiðikerfinu með frumvarpi á næsta þingi. vísir/vilhelm Ekki kemur til greina að bæta við þorskkvótann í sumar til að lengja strandveiðitímabilið að sögn matvælaráðherra. Því lauk fyrir helgi og eru strandveiðimenn á Austurlandi afar ósáttir með að þeir hafi lítið fengið að nýta hann. Strandveiðitímabilinu lauk síðasta fimmtudag þegar allur þorskkvóti tímabilsins kláraðist. Samtals voru ríflega ellefu þúsund tonn af þorski veidd á tímabilinu. „Þetta er mesta magn frá upphafi sem fer í strandveiðar og mesta virði sem fæst fyrir aflann í strandveiðum frá upphafi. Þannig að það er jákvætt en við sitjum eftir sem áður uppi með það að tímabilið er stutt og mætti svo sannarlega vera lengra en það er lengri tíma mál að koma því í kring,“ segir Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra. Ósáttir strandveiðimenn Strandveiðimenn á Norður- og Austurlandi eru gríðarlega ósáttir en stærsti þorskurinn gengur fyrst á Vesturlandið og er fyrst nú að færast yfir á Austurland. Þeir verða því af verðmætasta fiskinum. „Þegar hann er orðinn stór og öflugur þá er einfaldlega tíminn búinn fyrir norðan og austan. Þetta þarf að endurskoða og ég hef boðað það að ég muni koma með frumvarp þess efnis fyrir þingið að taka upp svæðaskiptinguna aftur með það að markmiði að auka jöfnuð milli landsvæða,“ segir Svandís. Hún greindi fyrr í mánuðinum frá þessum áformum sínum en með frumvarpinu yrði lagt til að hverfa aftur til fyrra kerfis um svæðisskiptan kvóta, svo allir strandveiðimenn landsins veiði ekki úr sama potti eins og nú og strandveiðimenn á Austurlandi verði af besta fiskinum. Í frumvarpinu hyggst hún skipta kvótanum niður eftir fjölda báta á hverju svæði fyrir sig. Strandveiðimenn á Austurlandi hafa kallað eftir því að ráðherrann bregðist við ástandinu í sumar og auki við kvótann strax. „Það eru ekki mörg spil sem ég hef á hendi en mér finnst það skipta mjög miklu máli að þessir aðilar viti hvert minn hugur stefnir og að mitt markmið er að jafna þessa aðstöðu eins og nokkurs er kostur. Það að grípa til ráðstafana núna á næstu vikum og mánuðum er ekki eitthvað sem er á borðinu,“ segir Svandís. Sjávarútvegur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fleiri fréttir Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Sjá meira
Strandveiðitímabilinu lauk síðasta fimmtudag þegar allur þorskkvóti tímabilsins kláraðist. Samtals voru ríflega ellefu þúsund tonn af þorski veidd á tímabilinu. „Þetta er mesta magn frá upphafi sem fer í strandveiðar og mesta virði sem fæst fyrir aflann í strandveiðum frá upphafi. Þannig að það er jákvætt en við sitjum eftir sem áður uppi með það að tímabilið er stutt og mætti svo sannarlega vera lengra en það er lengri tíma mál að koma því í kring,“ segir Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra. Ósáttir strandveiðimenn Strandveiðimenn á Norður- og Austurlandi eru gríðarlega ósáttir en stærsti þorskurinn gengur fyrst á Vesturlandið og er fyrst nú að færast yfir á Austurland. Þeir verða því af verðmætasta fiskinum. „Þegar hann er orðinn stór og öflugur þá er einfaldlega tíminn búinn fyrir norðan og austan. Þetta þarf að endurskoða og ég hef boðað það að ég muni koma með frumvarp þess efnis fyrir þingið að taka upp svæðaskiptinguna aftur með það að markmiði að auka jöfnuð milli landsvæða,“ segir Svandís. Hún greindi fyrr í mánuðinum frá þessum áformum sínum en með frumvarpinu yrði lagt til að hverfa aftur til fyrra kerfis um svæðisskiptan kvóta, svo allir strandveiðimenn landsins veiði ekki úr sama potti eins og nú og strandveiðimenn á Austurlandi verði af besta fiskinum. Í frumvarpinu hyggst hún skipta kvótanum niður eftir fjölda báta á hverju svæði fyrir sig. Strandveiðimenn á Austurlandi hafa kallað eftir því að ráðherrann bregðist við ástandinu í sumar og auki við kvótann strax. „Það eru ekki mörg spil sem ég hef á hendi en mér finnst það skipta mjög miklu máli að þessir aðilar viti hvert minn hugur stefnir og að mitt markmið er að jafna þessa aðstöðu eins og nokkurs er kostur. Það að grípa til ráðstafana núna á næstu vikum og mánuðum er ekki eitthvað sem er á borðinu,“ segir Svandís.
Sjávarútvegur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fleiri fréttir Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Sjá meira