Innlent

Loft­brú niður­greitt flug fyrir sjö hundruð milljónir króna

Bjarki Sigurðsson skrifar
Alls hafa flug verið niðurgreidd um yfir sjö hundruð milljónir króna með Loftbrú.
Alls hafa flug verið niðurgreidd um yfir sjö hundruð milljónir króna með Loftbrú. Vísir/Vilhelm

Ríkissjóður hefur niðurgreitt fargjöld farþega í innanlandsflugi um tæpar sjö hundruð milljónir króna með Loftbrú. Yfir hundrað þúsund flug hafa verið niðurgreidd í heildina.

Verkefnið fór af stað í september árið 2020 en samkvæmt umfjöllun Morgunblaðsins eiga rúmlega sextíu þúsund íbúar landsins rétt á að nýta sér Loftbrú. Hver einstaklingur getur fengið niðurgreidd fargjöld á allt að sex flugleggi til og frá Reykjavík á ári.

Undir Loftbrú falla Vestfirðir, hluti af Norðurlandi vestra, Norðurland eystra, Austurland, Hornafjörður og Vestmannaeyjar.Loftbrú.is

Mikil aukning hefur verið á notkun Loftbrúar milli ára en samkvæmt Morgunblaðinu hafa fimmtíu prósent fleiri ferðir verið pantaðar í gegnum Loftbrú samanborið við árið 2021.

Samkvæmt tilkynningu Stjórnarráðsins frá því að verkefnið hófst er markmið verkefnisins að bæta aðgengi íbúa á landsbyggðinni að miðlægri þjónustu og efla byggðir með því að gera innanlandsflug að hagkvæmari samgöngukosti.

Vegagerðin hefur umsjón með Loftbrú og sinnir eftirliti og umsýslu tengdri henni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×