Dularfull dauðsföll rússneskra auðmanna Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 24. júlí 2022 14:31 Sean Gladwell/GettyImages Tæpur tugur rússneskra milljarðamæringa hefur látist við grunsamlegar aðstæður frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu. Í sumum tilfellum hefur öll fjölskylda milljarðamæringanna verið myrt. Sex þessara dauðsfalla virðast vera sjálfsvíg, í þremur tilfellanna virðist sem maðurinn hafi einnig myrt fjölskyldu sína. Tveir létust í bílslysi og einn virðist hafa tekið inn eitur fyrir slysni. Sjö þessar karla tengdust rússneska orkuiðnaðinum, fjórir þeirra voru stjórnendur í rússneska orkufyrirtækinu Gazprom og tveir voru stjórnendur stærsta samfélagsmiðils Rússlands. Níu sjálfsvíg og nokkur morð? Sá fyrsti fannst látinn nokkrum dögum fyrir innrásina í Úkraínu. Leonid Shulman fannst látinn inni á baðherbergi í Sankti Pétursborg og þar var kveðjubréf þar sem hann sagðist ekki þola lengur verkina sem hann þjáðist af í fótunum. Ættingjar hans rengja bréfið og sjálfsvígið. Alexander Tyulyakov fannst hengdur í Sankti Pétursborg í lok febrúar. Rússneskir fjölmiðlar sögðu lík Alexanders Tyulyakovs hafa borið merki um misþyrmingar. Mikhail Watford fannst hengdur í bílskúrnum sínum í Surrey í Englandi í lok febrúar. Hann hafði auðgast á olíu og gasi. Vasily Melnikov myrti eiginkonu sína og tvö börn, 10 og 4ra ára í lok mars, áður en hann tók eigið líf. Hann var stjórnandi lyfjafyrirtækis sem hafði tapað miklum fjármunum eftir að Vesturlönd hertu refsiaðgerðir gegn Rússlandi. Nágrannar hans hafa miklar efasemdir um hvað hafi í raun gerst. Þann 19. apríl myrtu tveir rússneskir milljarðamæringar fjölskyldur sínar og tóku síðan eigin líf. Vladislav Avayev framkvæmdi ódæðið í Moskvu og Sergei Protosenya gerði það í Lloret de Mar á Spáni. Báðir höfðu auðgast í gegnum orkugeirann í Rússlandi. Aðstandendur þeirra efast um að mennirnir hafi fyrirfarið sér, hvað þá myrt eiginkonur og börn. Sá sjöundi í röðinni týndi lífi í Moskvu þann 8. maí. Alexander Subbotin var forstjóri Lukoil, stærsta olíufyrirtækis Rússlands. Hann þjáðist, að sögn, af timburmönnum. Til að ráða bót á því tók hann inn froskaeitur sem varð honum að aldurtila. Tveir þeir síðustu í þessari röð dularfullra dauðsfalla létust svo báðir þann 6. júní. Báðir voru stjórnendur samfélagsmiðilsins VK, sem er svar Rússa við Facebook. Þeir létust í bílslysi þegar jeppi sem þeir ferðuðust í ók út í á og sökk. Er maðkur í mysunni? Dauði svo margra milljarðamæringa hefur vakið upp spurningar um hvort mönnunum hafi verið komið fyrir kattarnef, en þess má geta að árið 2017 gaf USA Today út skýrslu þar sem fram kom að 38 rússneskir milljarðamæringar hefðu látist eða horfið á 3ja ára tímabili. Bandaríski fjárfestirinn Bill Browder, sem hefur fjallað um spillingu í Rússlandi í bókum sínum, segir í samtali við Newsweek að fólk eigi að gera ráð fyrir því versta þegar fréttir berast af dularfullum dauðdaga rússneskra auðmanna. Meiri líkur en minni séu á því að rússnesk stjórnvöld hafi látið myrða viðkomandi. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Sjá meira
Sex þessara dauðsfalla virðast vera sjálfsvíg, í þremur tilfellanna virðist sem maðurinn hafi einnig myrt fjölskyldu sína. Tveir létust í bílslysi og einn virðist hafa tekið inn eitur fyrir slysni. Sjö þessar karla tengdust rússneska orkuiðnaðinum, fjórir þeirra voru stjórnendur í rússneska orkufyrirtækinu Gazprom og tveir voru stjórnendur stærsta samfélagsmiðils Rússlands. Níu sjálfsvíg og nokkur morð? Sá fyrsti fannst látinn nokkrum dögum fyrir innrásina í Úkraínu. Leonid Shulman fannst látinn inni á baðherbergi í Sankti Pétursborg og þar var kveðjubréf þar sem hann sagðist ekki þola lengur verkina sem hann þjáðist af í fótunum. Ættingjar hans rengja bréfið og sjálfsvígið. Alexander Tyulyakov fannst hengdur í Sankti Pétursborg í lok febrúar. Rússneskir fjölmiðlar sögðu lík Alexanders Tyulyakovs hafa borið merki um misþyrmingar. Mikhail Watford fannst hengdur í bílskúrnum sínum í Surrey í Englandi í lok febrúar. Hann hafði auðgast á olíu og gasi. Vasily Melnikov myrti eiginkonu sína og tvö börn, 10 og 4ra ára í lok mars, áður en hann tók eigið líf. Hann var stjórnandi lyfjafyrirtækis sem hafði tapað miklum fjármunum eftir að Vesturlönd hertu refsiaðgerðir gegn Rússlandi. Nágrannar hans hafa miklar efasemdir um hvað hafi í raun gerst. Þann 19. apríl myrtu tveir rússneskir milljarðamæringar fjölskyldur sínar og tóku síðan eigin líf. Vladislav Avayev framkvæmdi ódæðið í Moskvu og Sergei Protosenya gerði það í Lloret de Mar á Spáni. Báðir höfðu auðgast í gegnum orkugeirann í Rússlandi. Aðstandendur þeirra efast um að mennirnir hafi fyrirfarið sér, hvað þá myrt eiginkonur og börn. Sá sjöundi í röðinni týndi lífi í Moskvu þann 8. maí. Alexander Subbotin var forstjóri Lukoil, stærsta olíufyrirtækis Rússlands. Hann þjáðist, að sögn, af timburmönnum. Til að ráða bót á því tók hann inn froskaeitur sem varð honum að aldurtila. Tveir þeir síðustu í þessari röð dularfullra dauðsfalla létust svo báðir þann 6. júní. Báðir voru stjórnendur samfélagsmiðilsins VK, sem er svar Rússa við Facebook. Þeir létust í bílslysi þegar jeppi sem þeir ferðuðust í ók út í á og sökk. Er maðkur í mysunni? Dauði svo margra milljarðamæringa hefur vakið upp spurningar um hvort mönnunum hafi verið komið fyrir kattarnef, en þess má geta að árið 2017 gaf USA Today út skýrslu þar sem fram kom að 38 rússneskir milljarðamæringar hefðu látist eða horfið á 3ja ára tímabili. Bandaríski fjárfestirinn Bill Browder, sem hefur fjallað um spillingu í Rússlandi í bókum sínum, segir í samtali við Newsweek að fólk eigi að gera ráð fyrir því versta þegar fréttir berast af dularfullum dauðdaga rússneskra auðmanna. Meiri líkur en minni séu á því að rússnesk stjórnvöld hafi látið myrða viðkomandi.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Sjá meira