Nígerískar landsliðskonur í verkfall vegna launadeilna Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. júlí 2022 15:46 Samstaðan er mikil hjá landsliði Nígeríu. Twitter@CAFwomen Nígería mun spila um þriðja sætið á Afríkumóti kvenna í fótbolta en leikmenn liðsins hafa ákveðið að sleppa því að mæta á æfingu vegna launadeilna við knattspyrnusambands landsins. Það er ekki í fyrsta skipti sem það gerist. Leikur Nígeríu og Marokkó í undanúrslitum fór alla leið í vítaspyrnukeppni en þar hafði Marokkó betur. Var áhorfendamet sett á leiknum en alls mættu 45.562 áhorfendur á leikinn. The #WAFCON semifinal between Morocco and Nigeria set the new record attendance at an African women's football match with 45,562 fans pic.twitter.com/O05Mq0Kzg5— B/R Football (@brfootball) July 18, 2022 Leikmenn liðsins eiga hins vegar inni greiðslu upp á 10 þúsund Bandaríkjadali þar sem liðið vann Botswana, Búrúndí og Kamerún. Sú upphæð hefur hins vegar ekki skilað sér inn á bankareikning leikmanna liðsins og því tók liðið þá ákvðrun að mæta ekki á æfingu í gær, miðvikudag. Sagan er svo sannarlega að endurtaka sig en þetta er í fjórða sinn sem þetta gerist á þessari öld og þriðja skiptið á síðustu sex árum. Nígería, sigursælasta lið Afríku, fór í verkfall árin 2004 og 2016 er liðið var að keppa í Afríkukeppninni. Það sama átti sér svo stað árið 2019 er liðið keppti á HM. Ástæðurnar hafa alltaf verið vangoldin laun og bónusgreiðslur. Knattspyrnusamband Nígeríu, NFF, þarf að bregðast fljótt við en leikurinn um 3. sætið er gegn Zambiu á morgun, föstudag. „Leikmennirnir neituðu að yfirgefa hótel sitt í Casablanca vegna vangoldinna launa,“ segir í frétt BBC um málið. Í fréttinni kemur einnig fram að NFF hafi lofað leikmönnum að launin muni berast fyrr en seinna, þó er aðeins um að ræða munnlegt samkomulag. NFF, sem fær fjármagn sitt frá ríkisstjórn landsins, hefur aðeins borgað leikmönnunum þúsund Bandaríkjadali og segir Amaju Pinnick, forseti NFF, að sambandið þurfi að fá fjármagn frá íþróttaráðuneyti Nígeríu eigi það að geta borgað leikmönnunum tilætlaða upphæð. „Að fá fjármagn frá ríkinu tekur tíma og liðið skilur það nú. Bæði ráðuneytið og NFF vinna hörðum höndum að því að leysa þetta mál,“ sagði Toyin Ibitoye, sérstakur ráðgjafi íþróttaráðuneytis landsins, við BBC. Fótbolti Afríkukeppnin í fótbolta Nígería Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira
Leikur Nígeríu og Marokkó í undanúrslitum fór alla leið í vítaspyrnukeppni en þar hafði Marokkó betur. Var áhorfendamet sett á leiknum en alls mættu 45.562 áhorfendur á leikinn. The #WAFCON semifinal between Morocco and Nigeria set the new record attendance at an African women's football match with 45,562 fans pic.twitter.com/O05Mq0Kzg5— B/R Football (@brfootball) July 18, 2022 Leikmenn liðsins eiga hins vegar inni greiðslu upp á 10 þúsund Bandaríkjadali þar sem liðið vann Botswana, Búrúndí og Kamerún. Sú upphæð hefur hins vegar ekki skilað sér inn á bankareikning leikmanna liðsins og því tók liðið þá ákvðrun að mæta ekki á æfingu í gær, miðvikudag. Sagan er svo sannarlega að endurtaka sig en þetta er í fjórða sinn sem þetta gerist á þessari öld og þriðja skiptið á síðustu sex árum. Nígería, sigursælasta lið Afríku, fór í verkfall árin 2004 og 2016 er liðið var að keppa í Afríkukeppninni. Það sama átti sér svo stað árið 2019 er liðið keppti á HM. Ástæðurnar hafa alltaf verið vangoldin laun og bónusgreiðslur. Knattspyrnusamband Nígeríu, NFF, þarf að bregðast fljótt við en leikurinn um 3. sætið er gegn Zambiu á morgun, föstudag. „Leikmennirnir neituðu að yfirgefa hótel sitt í Casablanca vegna vangoldinna launa,“ segir í frétt BBC um málið. Í fréttinni kemur einnig fram að NFF hafi lofað leikmönnum að launin muni berast fyrr en seinna, þó er aðeins um að ræða munnlegt samkomulag. NFF, sem fær fjármagn sitt frá ríkisstjórn landsins, hefur aðeins borgað leikmönnunum þúsund Bandaríkjadali og segir Amaju Pinnick, forseti NFF, að sambandið þurfi að fá fjármagn frá íþróttaráðuneyti Nígeríu eigi það að geta borgað leikmönnunum tilætlaða upphæð. „Að fá fjármagn frá ríkinu tekur tíma og liðið skilur það nú. Bæði ráðuneytið og NFF vinna hörðum höndum að því að leysa þetta mál,“ sagði Toyin Ibitoye, sérstakur ráðgjafi íþróttaráðuneytis landsins, við BBC.
Fótbolti Afríkukeppnin í fótbolta Nígería Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira