Gera ráð fyrir að áhöfn Sólborgar fái öll starf á nýju skipi Árni Sæberg skrifar 19. júlí 2022 10:46 Guðmundur Kristjánsson er eigandi Útgerðarfélags Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Öllum yfirmönnum frystitogarans Sólborgar RE-27, sem eru með lengri uppsagnarfrest en þriggja mánaða, hefur verið sagt upp störfum. Framkvæmdarstjóri Útgerðarfélags Reykjavíkur, sem gerir skipið út, segir að útgerðin leiti nú að nýju skipi til að leysa Sólborgu af og gerir ráð fyrir að allir skipsverjar verði ráðnir aftur á nýtt skip. Runólfur Viðar Guðmundsson, framkvæmdarstjóri Útgerðarfélags Reykjavíkur, segir í samtali við Vísi að ekki sé rétt að allri áhöfn skipsins hafi verið sagt upp, líkt og greint var frá í gær. Einungis hafi tíu yfirmönnum úr áhöfninni verið sagt upp störfum enda séu þeir einu skipverjarnir með lengri uppsagnarfrest í samningi sínum en þriggja mánaða. „Þetta er gert vegna þess að áhöfnin er ráðin á skipið, ekki útgerðina. Og við erum að leita að nýju skipi, þetta er gamalt skip og við ætluðum að ráðast í verulegar endurbætur á því en erum að skoða núna hvort það sé skynsamlegt að kaupa nýtt skip. Ef við kaupum nýtt skip þá getum við ekki fært áhöfnina yfir nema segja henni fyrst upp,“ segir Runólfur. Þá segir hann að gert sé ráð fyrir að skipstjóri Sólborgar verði ráðinn á nýtt skip og að hann ráði þá sína áhöfn aftur. Leita sams konar skips Hann segir ekkert til í þeim sögusögnum að útgerðin leiti nú að uppsjávarskipi til að leysa Sólborgu af hólmi. Í Morgunblaðinu var því velt upp í morgun að útgerðin væri hugsanlega að leita uppsjávarskips enda hefði Sólborg setið uppi með fá verkefni í vetur vegna lokunar í Barentshafi í lögsögu Rússa. „Nei, nei, hún er í fullri útgerð,“ segir Runólfur. Stjórnvöld hafi ekki staðið sig Runólfur segir þó að Útgerðarfélag Reykjavíkur hafi orðið fyrir verulegu tekjutapi vegna þess að Rússar hafa ekki gefið út veiðileyfi á yfirráðasvæði sínu í Barentshafi. Hann telur að íslensk stjórnvöld hafi ekki gert nóg til að greiða götu útgerða í þeim efnum. „Við eigum veiðirétt í Barentshafi sem byggir á Smugusamningunum. Þetta eru samningar við Noreg og Rússland. Rússar eiga að gefa út veiðileyfi en þeir hafa ekki gert það og íslensk stjórnvöld hafa ekki treyst sér í að eiga samtalið, skilst mér, á þessu ári. Sjávarútvegur Reykjavík Rússland Tengdar fréttir Allri áhöfn sagt upp Allri áhöfn frystitogarans Sólborgar RE-27 hefur verið sagt upp störfum. 18. júlí 2022 06:55 Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Fleiri fréttir Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Sjá meira
Runólfur Viðar Guðmundsson, framkvæmdarstjóri Útgerðarfélags Reykjavíkur, segir í samtali við Vísi að ekki sé rétt að allri áhöfn skipsins hafi verið sagt upp, líkt og greint var frá í gær. Einungis hafi tíu yfirmönnum úr áhöfninni verið sagt upp störfum enda séu þeir einu skipverjarnir með lengri uppsagnarfrest í samningi sínum en þriggja mánaða. „Þetta er gert vegna þess að áhöfnin er ráðin á skipið, ekki útgerðina. Og við erum að leita að nýju skipi, þetta er gamalt skip og við ætluðum að ráðast í verulegar endurbætur á því en erum að skoða núna hvort það sé skynsamlegt að kaupa nýtt skip. Ef við kaupum nýtt skip þá getum við ekki fært áhöfnina yfir nema segja henni fyrst upp,“ segir Runólfur. Þá segir hann að gert sé ráð fyrir að skipstjóri Sólborgar verði ráðinn á nýtt skip og að hann ráði þá sína áhöfn aftur. Leita sams konar skips Hann segir ekkert til í þeim sögusögnum að útgerðin leiti nú að uppsjávarskipi til að leysa Sólborgu af hólmi. Í Morgunblaðinu var því velt upp í morgun að útgerðin væri hugsanlega að leita uppsjávarskips enda hefði Sólborg setið uppi með fá verkefni í vetur vegna lokunar í Barentshafi í lögsögu Rússa. „Nei, nei, hún er í fullri útgerð,“ segir Runólfur. Stjórnvöld hafi ekki staðið sig Runólfur segir þó að Útgerðarfélag Reykjavíkur hafi orðið fyrir verulegu tekjutapi vegna þess að Rússar hafa ekki gefið út veiðileyfi á yfirráðasvæði sínu í Barentshafi. Hann telur að íslensk stjórnvöld hafi ekki gert nóg til að greiða götu útgerða í þeim efnum. „Við eigum veiðirétt í Barentshafi sem byggir á Smugusamningunum. Þetta eru samningar við Noreg og Rússland. Rússar eiga að gefa út veiðileyfi en þeir hafa ekki gert það og íslensk stjórnvöld hafa ekki treyst sér í að eiga samtalið, skilst mér, á þessu ári.
Sjávarútvegur Reykjavík Rússland Tengdar fréttir Allri áhöfn sagt upp Allri áhöfn frystitogarans Sólborgar RE-27 hefur verið sagt upp störfum. 18. júlí 2022 06:55 Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Fleiri fréttir Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Sjá meira
Allri áhöfn sagt upp Allri áhöfn frystitogarans Sólborgar RE-27 hefur verið sagt upp störfum. 18. júlí 2022 06:55