Niðurstaða Íslands einsdæmi í sögu EM Sindri Sverrisson skrifar 19. júlí 2022 08:30 Stelpurnar þökkuðu fyrir stuðninginn úr stúkunni eftir jafnteflið gegn Frökkum í gær, vonsviknar á svip eftir að hafa verið svo nálægt því að komast í 8-liða úrslit. VÍSIR/VILHELM Íslenska landsliðið þarf að halda heim á leið frá Englandi í dag þrátt fyrir að vera eitt af sex liðum sem ekki tapaði einum einasta leik í riðlakeppninni á EM kvenna í fótbolta. Ísland gerði 1-1 jafntefli í öllum þremur leikjum sínum, gegn Frakklandi, Ítalíu og Belgíu, og endaði því með þrjú stig. Það dugði þó ekki til að komast áfram því Frakkar unnu tvo leiki og Belgar unnu svo leik sinn við Ítali í gær, 1-0, og fylgdu Frökkum í 8-liða úrslitin. Auk Íslands og Frakklands voru það aðeins Englendingar, Þjóðverjar, Hollendingar og Svíar sem komust í gegnum riðlakeppnina án þess að tapa leik. Ísland er eina liðið af þessum sex sem þarf að bíta í það súra epli að falla úr leik. Þar að auki bendir tölfræðiveitan Squawka á þá staðreynd að Ísland er fyrsta liðið í sögu EM til þess að falla úr keppni þrátt fyrir að hafa ekki tapað einum einasta leik. Iceland are the first ever side to be knocked out in the group stages of a single European Championship tournament while remaining unbeaten since the group stages were introduced:1-1 vs Belgium1-1 vs Italy 1-1 vs France Not the record they would have wanted. pic.twitter.com/S7dThMPUnX— Squawka (@Squawka) July 18, 2022 Þetta er met sem gerir lítið til að draga úr vonbrigðum Íslendinga, sem voru aðeins einu marki frá því að komast áfram í 8-liða úrslitin. Þannig hefði það dugað liðinu að skora annað mark gegn Frökkum en einnig hefði dugað að Ítalía hefði jafnað metin gegn Belgíu í hinum leik riðilsins. Íslenska liðið getur þó státað sig af því að hafa náð að stöðva langa sigurgöngu Frakka sem höfðu unnið alla sína leiki frá því í apríl árið 2021, eða samtals 16 leiki. Þess má geta að Ísland er ekki eina liðið í sögunni til að falla taplaust úr leik á stórmóti í fótbolta. Það gerðist að minnsta kosti einnig á HM karla árið 2010 þegar Nýja-Sjáland gerði jafntefli í öllum leikjum sínum í riðlakeppninni en féll úr leik. EM 2022 í Englandi Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Hættur aðeins þrítugur Golf Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Fótbolti Fleiri fréttir Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Sjá meira
Ísland gerði 1-1 jafntefli í öllum þremur leikjum sínum, gegn Frakklandi, Ítalíu og Belgíu, og endaði því með þrjú stig. Það dugði þó ekki til að komast áfram því Frakkar unnu tvo leiki og Belgar unnu svo leik sinn við Ítali í gær, 1-0, og fylgdu Frökkum í 8-liða úrslitin. Auk Íslands og Frakklands voru það aðeins Englendingar, Þjóðverjar, Hollendingar og Svíar sem komust í gegnum riðlakeppnina án þess að tapa leik. Ísland er eina liðið af þessum sex sem þarf að bíta í það súra epli að falla úr leik. Þar að auki bendir tölfræðiveitan Squawka á þá staðreynd að Ísland er fyrsta liðið í sögu EM til þess að falla úr keppni þrátt fyrir að hafa ekki tapað einum einasta leik. Iceland are the first ever side to be knocked out in the group stages of a single European Championship tournament while remaining unbeaten since the group stages were introduced:1-1 vs Belgium1-1 vs Italy 1-1 vs France Not the record they would have wanted. pic.twitter.com/S7dThMPUnX— Squawka (@Squawka) July 18, 2022 Þetta er met sem gerir lítið til að draga úr vonbrigðum Íslendinga, sem voru aðeins einu marki frá því að komast áfram í 8-liða úrslitin. Þannig hefði það dugað liðinu að skora annað mark gegn Frökkum en einnig hefði dugað að Ítalía hefði jafnað metin gegn Belgíu í hinum leik riðilsins. Íslenska liðið getur þó státað sig af því að hafa náð að stöðva langa sigurgöngu Frakka sem höfðu unnið alla sína leiki frá því í apríl árið 2021, eða samtals 16 leiki. Þess má geta að Ísland er ekki eina liðið í sögunni til að falla taplaust úr leik á stórmóti í fótbolta. Það gerðist að minnsta kosti einnig á HM karla árið 2010 þegar Nýja-Sjáland gerði jafntefli í öllum leikjum sínum í riðlakeppninni en féll úr leik.
EM 2022 í Englandi Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Hættur aðeins þrítugur Golf Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Fótbolti Fleiri fréttir Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Sjá meira