Leikur við Svía á heimavelli Manchester United í húfi Sindri Sverrisson skrifar 18. júlí 2022 12:30 Íslenska liðið ætlar sér að komast í 8-liða úrslit á EM og gæti þá mætt Svíþjóð. vísir/vilhelm Það er bara eitt laust sæti eftir í átta liða úrslitum Evrópumóts kvenna í fótbolta og í kvöld skýrist hvort að Ísland, Belgía eða Ítalía hreppir það sæti. Íslendingar eru með örlögin í eigin höndum og geta með sigri gegn Frökkum í Rotherham í kvöld tryggt sig áfram í 8-liða úrslitin. Frakkar eru þegar búnir að vinna riðil Íslands en þurfa að gera sér að góðu að mæta Evrópumeisturum Hollands sem enduðu fyrir neðan Svía á markatölu í C-riðli. Liðið sem fylgir Frökkum upp úr D-riðli, vonandi Ísland, mun aftur á móti spila við Svía. Sá leikur er á föstudagskvöld klukkan 19 að íslenskum tíma og fer fram í bænum Leigh, í nágrenni Manchester-borgar þar sem Ísland lék fyrstu tvo leiki sína á EM. Átta liða úrslitin á EM: 20. júlí: England – Spánn 21. júlí: Þýskaland – Austurríki 22. júlí: Svíþjóð – ? 23. júlí: Frakkland - Holland Aftur spilað á heldur fámennum leikvangi Leikurinn í Leigh á föstudagskvöld verður spilaður á Leigh Sports Village sem verið hefur aðalheimavöllur kvennaliðs Manchester United frá því að liðið var stofnað að nýju fyrir fjórum árum. Sara Björk Gunnarsdóttir og margir fleiri hafa gagnrýnt það að fyrstu leikir Íslands á EM skyldu fara fram á aðeins 4.700 manna leikvangi, heimavelli kvennaliðs Manchester City, en Leigh Sports Village er aðeins stærri. Hann er skráður fyrir 12.000 manns en tekur við 8.100 manns á EM vegna reglna UEFA um að allir áhorfendur séu sitjandi. Ísland og Svíþjóð mættust síðast í tveimur leikjum í undankeppni Evrópumótsins. Nokkuð er liðið síðan þá því þeir leikir fóru fram haustið 2020. Elín Metta Jensen skoraði í 1-1 jafntefli á Laugardalsvelli en Svíar unnu svo 2-0 sigur á heimavelli. Landslið kvenna í fótbolta EM 2022 í Englandi Fótbolti Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjá meira
Íslendingar eru með örlögin í eigin höndum og geta með sigri gegn Frökkum í Rotherham í kvöld tryggt sig áfram í 8-liða úrslitin. Frakkar eru þegar búnir að vinna riðil Íslands en þurfa að gera sér að góðu að mæta Evrópumeisturum Hollands sem enduðu fyrir neðan Svía á markatölu í C-riðli. Liðið sem fylgir Frökkum upp úr D-riðli, vonandi Ísland, mun aftur á móti spila við Svía. Sá leikur er á föstudagskvöld klukkan 19 að íslenskum tíma og fer fram í bænum Leigh, í nágrenni Manchester-borgar þar sem Ísland lék fyrstu tvo leiki sína á EM. Átta liða úrslitin á EM: 20. júlí: England – Spánn 21. júlí: Þýskaland – Austurríki 22. júlí: Svíþjóð – ? 23. júlí: Frakkland - Holland Aftur spilað á heldur fámennum leikvangi Leikurinn í Leigh á föstudagskvöld verður spilaður á Leigh Sports Village sem verið hefur aðalheimavöllur kvennaliðs Manchester United frá því að liðið var stofnað að nýju fyrir fjórum árum. Sara Björk Gunnarsdóttir og margir fleiri hafa gagnrýnt það að fyrstu leikir Íslands á EM skyldu fara fram á aðeins 4.700 manna leikvangi, heimavelli kvennaliðs Manchester City, en Leigh Sports Village er aðeins stærri. Hann er skráður fyrir 12.000 manns en tekur við 8.100 manns á EM vegna reglna UEFA um að allir áhorfendur séu sitjandi. Ísland og Svíþjóð mættust síðast í tveimur leikjum í undankeppni Evrópumótsins. Nokkuð er liðið síðan þá því þeir leikir fóru fram haustið 2020. Elín Metta Jensen skoraði í 1-1 jafntefli á Laugardalsvelli en Svíar unnu svo 2-0 sigur á heimavelli.
Átta liða úrslitin á EM: 20. júlí: England – Spánn 21. júlí: Þýskaland – Austurríki 22. júlí: Svíþjóð – ? 23. júlí: Frakkland - Holland
Landslið kvenna í fótbolta EM 2022 í Englandi Fótbolti Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjá meira