Fótbolti

Glódís Perla um rauða hitaviðvörun: Jafnheitt fyrir alla út á velli

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Glódís Perla Viggósdóttir á blaðamannafundinum í gær.
Glódís Perla Viggósdóttir á blaðamannafundinum í gær. Vísir/Vilhelm

Leikur Íslands og Frakklands í Evrópukeppninni í Englandi í kvöld fer ekki fram við eðlilega enskar aðstæður hvað þá íslenskar.

Mikill hiti verður á meðan leikurinn fer fram en það er hitabylgja í Englendingar sem heimamenn hafa miklar áhyggjur af.

Íslensku stelpurnar eru margar hverjar vanar því að spila í hita út í atvinnumennsku en þegar leikur fer fram í rauðri hitaviðvörun.

„Þetta er náttúrulega ekki eitthvað sem hentar okkur eitthvað ótrúlega vel. Að sama skapi er þá bara hitastig og þegar maður er kominn inn í leikinn og adrenalínið er á fullu þá er þetta ekki eitthvað sem maður er að pæla í,“ sagði Glódís Perla Viggósdóttir á blaðamannafundi í gær.

„Þetta snýst aðallega um undirbúninginn að maður sér búinn að vökva sig vel og passa að maður sé eins klár og hægt er. Svo er alveg jafnheitt fyrir alla út á velli ,“ sagði Glódís Perla.

„Þetta er of heitt fyrir mig en ég hef meiri áhyggjur af leikmönnunum. Við reynum þetta þannig að þær séu að vökva sig vel, drekka saltvatn og allt svoleiðis. Við munum reyna að passa upp á okkur eins og hægt er. Vonandi gengur það og þær verði allar í toppstandi,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×