Innlent

Matar­vagn Silla valinn besti götu­bitinn í þriðja sinn

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Bæði dómnefnd og almenningur völdu matarvagn Silla.
Bæði dómnefnd og almenningur völdu matarvagn Silla. Stöð 2

Silli kokkur var ótvíræður sigurvegari hinnar árlegu Götubitahátíðar sem haldin var í Hljómskálagarðinum nú um helgina.

Bæði dómnefnd og almenningur völdu matarvagn Silla besta götubitann, í þriðja sinn frá því hátíðin hóf göngu sína. Alls voru átján götubitar tilnefndir. Dómnefndina skipuðu veitingamennirnir Ólafur Örn, Eyþór Mar, Fanney Dóra og Dóri DNA, ásamt fjölmiðlafólkinu Berglind Festival og Binna Löve.

Götubitahátíðin er einn stærsti matarviðburður á Íslandi en gestir streymdu í Hljómskálagarðinn í dag og gæddu sér á kræsingum frá yfir tuttugu matarvögnum.

Besti grænmetisbitinn var Arctic Pies og besti smábitinn Just Wingin' It.

Silli kokkur mun keppa fyrir hönd Íslands á stærstu götubitahátíð heims, European Street Food Awards, sem haldin verður í Munchen í Þýskalandi í október. 

Það var nóg um að vera á hátíðinni en auk þess að gestir gátu bragðað á besta götubita landsins, voru hoppukastalar, tónlist og fleira á svæðinu. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×