Markverðirnir sluppu loksins allar ómeiddar í gegnum æfingar liðsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júlí 2022 17:07 Cecilía Rán Rúnarsdóttir datt út rétt fyrir mót en kom aftur til móts við hópinn eftir aðgerð í Þýskalandi. Vísir/Vilhelm Það er mjög góð staða á leikmannahópi íslenska kvennalandsliðsins fyrir stóra prófið á móti Frökkum annað kvöld. Landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson hefur byrjað blaðamannafundinn fyrir tvo síðustu leiki Íslands á EM í Englandi á því að segja frá óförum markvarða liðsins. Tveir markverðir hafa nefnilega meiðst á æfingum rétt fyrir leiki liðsins, fyrst Cecilía Rán Rúnarsdóttir fyrir Belgíuleikinn og svo Telma Ívarsdóttir fyrir leikinn á móti Ítalíu. Engir útileikmenn liðsins hafa verið að glíma við alvarleg meiðsli á þessu móti og markvarðarstaðan því hættulegasta staðan í liðinu. Mjög leiðinlegt fyrir þær Cecilíu Rán og Telmu en á móti hafa þær Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving og Íris Dögg Gunnarsdóttir fengið tækifæri á að koma inn í hópinn í þeirra stað. Sem betur fer kórónaði Þorsteinn ekki þrennuna í kvöld því hann slapp við það að segja fjölmiðlamönnum frá enn einum markmannsmeiðslunum á blaðamannafundi fyrir Frakklandsleikinn sem fer fram á morgun. Þær þrjár sem eftir standa eru sem betur fer allar klárar í slaginn á móti Frökkum. „Það eru allar heilar og allar klárar,“ sagði Þorsteinn Halldórsson um stöðuna á leikmannahópnum og hann var einnig ánægður með líkamlegu stöðuna á leikmönnum. „Mjög ánægður með það. Það eru allar raunverulega í góðu lagi og engin með eitthvað smáhnjask eða eitthvað svoleiðis. Allar í toppstandi,“ sagði Þorsteinn. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Fótbolti „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Fótbolti Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Varð fullorðinn úti Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Glódís mætti ekki á æfingu „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Diogo Jota lést í bílslysi Hita upp fyrir HM með úrslitaleik um Gullbikarinn Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi „Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau“ Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Sjá meira
Landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson hefur byrjað blaðamannafundinn fyrir tvo síðustu leiki Íslands á EM í Englandi á því að segja frá óförum markvarða liðsins. Tveir markverðir hafa nefnilega meiðst á æfingum rétt fyrir leiki liðsins, fyrst Cecilía Rán Rúnarsdóttir fyrir Belgíuleikinn og svo Telma Ívarsdóttir fyrir leikinn á móti Ítalíu. Engir útileikmenn liðsins hafa verið að glíma við alvarleg meiðsli á þessu móti og markvarðarstaðan því hættulegasta staðan í liðinu. Mjög leiðinlegt fyrir þær Cecilíu Rán og Telmu en á móti hafa þær Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving og Íris Dögg Gunnarsdóttir fengið tækifæri á að koma inn í hópinn í þeirra stað. Sem betur fer kórónaði Þorsteinn ekki þrennuna í kvöld því hann slapp við það að segja fjölmiðlamönnum frá enn einum markmannsmeiðslunum á blaðamannafundi fyrir Frakklandsleikinn sem fer fram á morgun. Þær þrjár sem eftir standa eru sem betur fer allar klárar í slaginn á móti Frökkum. „Það eru allar heilar og allar klárar,“ sagði Þorsteinn Halldórsson um stöðuna á leikmannahópnum og hann var einnig ánægður með líkamlegu stöðuna á leikmönnum. „Mjög ánægður með það. Það eru allar raunverulega í góðu lagi og engin með eitthvað smáhnjask eða eitthvað svoleiðis. Allar í toppstandi,“ sagði Þorsteinn.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Fótbolti „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Fótbolti Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Varð fullorðinn úti Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Glódís mætti ekki á æfingu „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Diogo Jota lést í bílslysi Hita upp fyrir HM með úrslitaleik um Gullbikarinn Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi „Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau“ Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Sjá meira