Ekkert spaug að vera hérna og spila á þessu móti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júlí 2022 13:01 Alexandra Jóhannsdóttir og Dagný Brynjarsdóttir svekkja sig eftir að gott færi fór forgörðum. Vísir/Vilhelm Ísland er einum leik frá átta liða úrslitunum en slæmu fréttirnar eru kannski að sá leikur er á móti einu besta liði heims. Frakkar hafa unnið tvo fyrstu leiki sina og hafa að engu að keppa annað kvöld. Íslensku stelpurnar þurfa að ná eitthvað út úr leiknum og til að það þarf takist þarf bæði alvöru trú, mikla samvinnu og samheldni. Þjálfarar landsliðsins okkar á EM í Englandi leggja mikla áherslu á jákvæðnina og að glasið sé alltaf hálffullt. Þriðji og síðasti leikur liðsins í riðlinum er fram undan og nú reynir á mikinn andlegan styrk þegar margar eru með þreyttar fætur eftir átök síðustu tveggja leikja. Ásmundur Haraldsson, aðstoðarþjálfari Þorsteins Halldórssonar, viðurkennir að það hafi verið þreyta í íslenska liðinu í seinni hálfleiknum á móti Ítalíu. „Það er töluvert álag á leikmönnunum okkar og þær eru búnar að leggja sig gríðarlega fram. Við gerðum breytingar í Ítalíuleiknum sem lyftu okkur aftur af stað og kannski kom okkur í þá stöðu að búa til þessi færi í lokin. Þær bara klára sig og klára sín verkefni og svo taka aðrar við,“ sagði Ásmundur. Íslenska liðið hélt jöfnu þrátt fyrir stórsókn Ítala og fékk síðan færi til að taka sigurinn í lokin. „Til þess að vera í þeirri stöðu þarf liðið að vera inn í leiknum. Við þurfum að standast áhlaupin og hafa góðan og þéttan varnarleik til þess að vera lifandi í leikjunum. Við erum að spila á móti hörku þjóðum,“ sagði Ásmundur. „Við erum taplaus enn þá sem er bara frábært. Það er frábært að vera í þessari stöðu að vera þannig lagað í bílstjórasæti fyrir síðasta leik. Við erum að sjá þjóðar ofar en við á heimslista tapa og tapa jafnvel stórt. Þetta er ekkert spaug að vera hérna og spila á þessu móti,“ sagði Ásmundur. Þrjár Norðurlandaþjóðir, Noregur, Danmörk og Finnlandi, eru allar úr leik á mótinu. Sandra Sigurðardóttir, markvörður íslenska liðsins á mikinn þátt í að íslenska liðið hefur náð í stig út úr báðum leikjum sínum til þessu. „Hún er búin að vera frábær. Ótrúlegur karakter, gefur okkur ótrúlega mikið. Hún veitir okkur frábært öryggi fyrir aftan línuna okkar. Þar sem kemst fram hjá varnarlínunni okkar það tekur hún flest,“ sagði Ásmundur. Íslensku stelpurnar verða að fá eitthvað út úr þessum Frakkaleik. „Við höfum gríðarlega mikla trú á því sem við erum að gera. Hvað okkar lið getur gert. Við sjáum alltaf glasið hálffullt heldur en hitt. Við sjáum möguleika, við erum í bílstjórasætinu og erum að fara að spila massífan leik á móti frábæru liði. Við ætlum bara að keyra á það,“ sagði Ásmundur og Frakkar eru með veikleika. „Það eru alltaf einhverjir veikleikar í öllum liðum og það er okkar að reyna að nýta okkur það og skapa stöður til að gera eitthvað að viti,“ sagði Ásmundur. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Sjá meira
Íslensku stelpurnar þurfa að ná eitthvað út úr leiknum og til að það þarf takist þarf bæði alvöru trú, mikla samvinnu og samheldni. Þjálfarar landsliðsins okkar á EM í Englandi leggja mikla áherslu á jákvæðnina og að glasið sé alltaf hálffullt. Þriðji og síðasti leikur liðsins í riðlinum er fram undan og nú reynir á mikinn andlegan styrk þegar margar eru með þreyttar fætur eftir átök síðustu tveggja leikja. Ásmundur Haraldsson, aðstoðarþjálfari Þorsteins Halldórssonar, viðurkennir að það hafi verið þreyta í íslenska liðinu í seinni hálfleiknum á móti Ítalíu. „Það er töluvert álag á leikmönnunum okkar og þær eru búnar að leggja sig gríðarlega fram. Við gerðum breytingar í Ítalíuleiknum sem lyftu okkur aftur af stað og kannski kom okkur í þá stöðu að búa til þessi færi í lokin. Þær bara klára sig og klára sín verkefni og svo taka aðrar við,“ sagði Ásmundur. Íslenska liðið hélt jöfnu þrátt fyrir stórsókn Ítala og fékk síðan færi til að taka sigurinn í lokin. „Til þess að vera í þeirri stöðu þarf liðið að vera inn í leiknum. Við þurfum að standast áhlaupin og hafa góðan og þéttan varnarleik til þess að vera lifandi í leikjunum. Við erum að spila á móti hörku þjóðum,“ sagði Ásmundur. „Við erum taplaus enn þá sem er bara frábært. Það er frábært að vera í þessari stöðu að vera þannig lagað í bílstjórasæti fyrir síðasta leik. Við erum að sjá þjóðar ofar en við á heimslista tapa og tapa jafnvel stórt. Þetta er ekkert spaug að vera hérna og spila á þessu móti,“ sagði Ásmundur. Þrjár Norðurlandaþjóðir, Noregur, Danmörk og Finnlandi, eru allar úr leik á mótinu. Sandra Sigurðardóttir, markvörður íslenska liðsins á mikinn þátt í að íslenska liðið hefur náð í stig út úr báðum leikjum sínum til þessu. „Hún er búin að vera frábær. Ótrúlegur karakter, gefur okkur ótrúlega mikið. Hún veitir okkur frábært öryggi fyrir aftan línuna okkar. Þar sem kemst fram hjá varnarlínunni okkar það tekur hún flest,“ sagði Ásmundur. Íslensku stelpurnar verða að fá eitthvað út úr þessum Frakkaleik. „Við höfum gríðarlega mikla trú á því sem við erum að gera. Hvað okkar lið getur gert. Við sjáum alltaf glasið hálffullt heldur en hitt. Við sjáum möguleika, við erum í bílstjórasætinu og erum að fara að spila massífan leik á móti frábæru liði. Við ætlum bara að keyra á það,“ sagði Ásmundur og Frakkar eru með veikleika. „Það eru alltaf einhverjir veikleikar í öllum liðum og það er okkar að reyna að nýta okkur það og skapa stöður til að gera eitthvað að viti,“ sagði Ásmundur.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann