Erlent

Sex látin eftir stórt um­ferðar­slys í Montana

Bjarki Sigurðsson skrifar
Sex létu lífið í slysinu.
Sex létu lífið í slysinu. AP/Amy Lynn Nelson

Alls létu sex manns lífið í 21 ökutækja bílslysi í Montana-ríki í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Lögreglan í Montana er enn að rannsaka málið.

Talið er að sandstormur hafi valdið slysinu. Sjónarvottar hafa lýst því að það hafi verið mjög drungalegt á slysstað og þurftu margir vegfarendur að aðstoða hvorn annan við að komast úr ökutækjum sínum.

Málið er enn í rannsókn og mun lögreglan í Montana gefa út frekari upplýsingar þegar unnt er.

„Vinsamlegast biðjið með mér,“ sagði Greg Gianforte, ríkisstjóri Montana, á Twitter í gær. „Við erum þakklát viðbragðsaðilum fyrir þeirra störf.“



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×