Silja Úlfarsdóttir, upplýsingafulltrúi hlaupsins, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Hún gat ekki gefið frekari upplýsingar um líðan keppandans.
Hún segir þó að hlaupið í dag hafi almennt gengið mjög vel og að veðurspáin hafi sem betur fer haft rangt fyrir sér en spáð var vonskuveðri.
„Veðrið sýndi sínar bestu hliðar í hlaupinu og hlauparar töluðu um fínar hlaupaaðstæður,“ segir í tilkynningu.