Erlent

Rang­lega dæmdur fyrir morðið á Malcolm X: Vill fimm og hálfan milljarð í skaða­bætur

Bjarki Sigurðsson skrifar
Aziz er hér fyrir miðju.
Aziz er hér fyrir miðju. EPA/Justin Lane

Muhammad Aziz, einn þeirra sem var ranglega dæmdur fyrir morðið á baráttumanninum Malcolm X, hefur farið í mál við New York vegna fangelsisvistar sinnar. Hann sat inni í tuttugu ár fyrir glæp sem hann framdi ekki en það var ekki fyrr en í fyrra sem hann var hreinsaður af sök eftir að hafa verið sleppt úr fangelsi árið 1985.

Aziz fer fram á fjörutíu milljónir dollara, fimm og hálfan milljarð íslenskra króna, í skaðabætur. Hann var 26 ára þegar hann var dæmdur og átti þá sex börn. Hann fer ekki einungis í mál við New York-borgina heldur einnig þá lögreglumenn sem rannsökuðu morðið á Malcolm X.

Aziz tilheyrði samtökunum Nation of Islam sem voru samtök svartra múslima í Bandaríkjunum. Malcolm X tilheyrði samtökunum einnig þar til ári áður en hann var drepinn.

Malcolm var skotinn til bana í Audubon-veislusalnum á Manhattan þegar hann var að fara að halda ræðu. Aziz, Khalil Islam og Mujahid Abdul Halim voru allir dæmdir fyrir morðið en allir þeir voru hreinsaðir af sök í fyrra eftir rannsókn lögreglu.


Tengdar fréttir

Vilja opna rannsókn á morði Malcolm X

Dætur Malcolm X vilja að rannsókn á morði föður þeirra verði opnuð að nýju vegna nýrra sönnunargagna í málinu. Malcolm X var þekktur fyrir réttindabaráttu sína í Bandaríkjunum, en hann var skotinn til bana þennan dag, 21. febrúar, árið 1965.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×