Breskur hjálparstarfsmaður lést í haldi Rússa Samúel Karl Ólason skrifar 15. júlí 2022 16:38 Paul Urey lést í haldi rússneskra aðskilnaðarsinna og Liz Truss, utanríkisráðherra Bretalands, segir að hinir seku verði dregnir til ábyrgðar. Presidium Network/AP Paul Urey, breskur hjálparstarfsmaður sem handsamaður var af sveitum rússneskra aðskilnaðarsinna í Úkraínu, er dáinn. Hann er sagður hafa látið lífið í haldi Alþýðulýðveldisins Donetsk og er hann sagður hafa dáið vegna veikinda og álags. Urey, sem var 45 ára gamall og með sykursýki eitt, var handsamaður í apríl fyrir utan borgina Zaporizhzhia í austurhluta Úkraínu. Með honum var annar tuttugu og tveggja ára breskur hjálparstarfsmaður sem heitir Dylan Healy. Samkvæmt frétt BBC munu þeir hafa verið þar til að bjarga konu sem var föst í borginni vegna innrásar Rússa. Urey hafði verið ákærður fyrir „málaliðastarfsemi“ en ríkismiðlar Rússlands birtu viðtal við hann þar sem sagðist hafa viljað sjá hvort ástandið í Úkraínu væri eins slæmt og fréttamiðlar sögðu. Óljóst er hvort hann hafi verið þvingaður í viðtalinu en fjölskylda hans segir hegðun hans hafa verið undarlega. BBC hefur eftir Dariu Morozova, yfirmanni mannréttindamála í Alþýðulýðveldinu svokallaða, að Urey hafi átt í öðrum veikindum og hafi verið í slæmu andlegu ástandi vegna afskiptaleysis yfirvalda í Bretlandi af fangavist hans. Morozova sakaði yfirvöld í Bretlandi um að útvega Urey ekki nauðsynleg lyf í gegnum Rauða krossinn. „Fyrir okkar leyti, þrátt fyrir alvarleika meintu brota hans, fékk Paul Urey viðeigandi læknaþjónustu,“ sagði Morozova. Hann hafi þó dáið vegna veikindanna og álagsins þann 10. júlí. Liz Truss, utanríkisráðherra Bretlands, segir yfirvöld í Rússlandi verða að bera fulla ábyrgð á dauða Urey, samkvæmt Sky News. Rússar og leppar þeirra haldi áfram að fremja ódæði í Úkraínu og þeir sem hafi valdið dauða Urey verði dregnir til ábyrgðar. Dominic Byrne, sem stýrir hjálparsamtökunum Presidium Network, sagði BBC að þeir aðskilnaðarsinnar sem hafi haldið Urey hafi komið í veg fyrir að starfsmenn Rauða krossins og annarra samtaka hafi getað séð Urey. Það hafi verið gert svo enginn gæti séð hvernig farið væri með hann. Bretland Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Fleiri fréttir Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sjá meira
Urey, sem var 45 ára gamall og með sykursýki eitt, var handsamaður í apríl fyrir utan borgina Zaporizhzhia í austurhluta Úkraínu. Með honum var annar tuttugu og tveggja ára breskur hjálparstarfsmaður sem heitir Dylan Healy. Samkvæmt frétt BBC munu þeir hafa verið þar til að bjarga konu sem var föst í borginni vegna innrásar Rússa. Urey hafði verið ákærður fyrir „málaliðastarfsemi“ en ríkismiðlar Rússlands birtu viðtal við hann þar sem sagðist hafa viljað sjá hvort ástandið í Úkraínu væri eins slæmt og fréttamiðlar sögðu. Óljóst er hvort hann hafi verið þvingaður í viðtalinu en fjölskylda hans segir hegðun hans hafa verið undarlega. BBC hefur eftir Dariu Morozova, yfirmanni mannréttindamála í Alþýðulýðveldinu svokallaða, að Urey hafi átt í öðrum veikindum og hafi verið í slæmu andlegu ástandi vegna afskiptaleysis yfirvalda í Bretlandi af fangavist hans. Morozova sakaði yfirvöld í Bretlandi um að útvega Urey ekki nauðsynleg lyf í gegnum Rauða krossinn. „Fyrir okkar leyti, þrátt fyrir alvarleika meintu brota hans, fékk Paul Urey viðeigandi læknaþjónustu,“ sagði Morozova. Hann hafi þó dáið vegna veikindanna og álagsins þann 10. júlí. Liz Truss, utanríkisráðherra Bretlands, segir yfirvöld í Rússlandi verða að bera fulla ábyrgð á dauða Urey, samkvæmt Sky News. Rússar og leppar þeirra haldi áfram að fremja ódæði í Úkraínu og þeir sem hafi valdið dauða Urey verði dregnir til ábyrgðar. Dominic Byrne, sem stýrir hjálparsamtökunum Presidium Network, sagði BBC að þeir aðskilnaðarsinnar sem hafi haldið Urey hafi komið í veg fyrir að starfsmenn Rauða krossins og annarra samtaka hafi getað séð Urey. Það hafi verið gert svo enginn gæti séð hvernig farið væri með hann.
Bretland Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Fleiri fréttir Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sjá meira