Fótbolti

Willum skrifar undir í Hollandi

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Willum Þór Willumsson skrifar undir samninginn.
Willum Þór Willumsson skrifar undir samninginn. ga-eagles.nl

Knattspyrnumaðurinn Willum Þór Willumsson skrifaði í dag undir þriggja ára samning við hollenska úrvalsdeildarfélagið Go Ahead Eagles.

Frá þessu er greint á heimasíðu Go Ahead Eagles, en Willum gengur til liðs við félagið frá BATE Borisov í Hvíta-Rússlandi þar sem hann hafði verið frá því í árslok árið 2018. Áður lék hann með Breiðablik hér heima á Íslandi.

Willum er 23 ára miðjumaður sem á að baki einn leik með íslenska A-landsliðinu. Heima á Íslandi lék hann 28 deildarleiki með Breiðablik í efstu deild áður en hann hélt til Hvíta-Rússlands þar sem hann varð bikarmeistari í tvígang.

Á tíma sínum með BATE lék hann 56 deildarleiki og skoraði í þeim níu mörk.

Go Ahead Eagles hafnaði í 13. sæti hollensku úrvalsdeildarinnar á seinasta tímabili, en Willum verður fyrsti Íslendingurinn til að leika með liðinu. Hann verður þó ekki eini Íslendingurinn í deildinni því Andri Fannar Baldursson gekk í raðir NEC Nijmegen á láni frá Bologna á dögunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×