Landspítalinn standi nú á krossgötum Fanndís Birna Logadóttir skrifar 14. júlí 2022 23:36 Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans, segir að ljóst sé að þörf sé á breytingum þegar að kemur að rekstri spítalans. Stöð 2 Forstjóri Landspítala tekur undir með formanni nýrrar stjórnar sem sett hefur verið yfir spítalann að stokka þurfi upp rekstrinum og ef til vill fækka starfsfólki. Spítalinn hafi átt á brattan að sækja og standi nú á krossgötum. Heilbrigðisráðherra skipaði nýja stjórn Landspítala í gær en nefndin er skipuð fimm mönnum, þeim Birni Zoëga, Sólrúnu Kristjánsdóttur, Gunnari Einarssyni, Höskuldi H. Ólafssyni, og Ingileifu Jónsdóttir, auk tveggja varamanna, til tveggja ára í senn. Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítala, fagnar stjórninni og segir ýmsar áskoranir blasa við. „Það hefur verið á brattan að sækja hjá okkur undanfarin misseri, við höfum þurft að glíma við heimsfaraldurinn en það er mikil mannekla í röðum okkar starfsfólks, sérstaklega meðal hjúkrunarfræðinga en líka lækna, og við þurfum að takast á við aukin verkefni í þjónustunni,“ segir Runólfur. Skoða breytingar á rekstrinum Formaður stjórnarinnar Björn Zoega sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að skoða þyrfti alvarlega breytingar á rekstrinum, meðal annars þegar kemur að starfsfólki en að hans sögn er of mikið af starfsfólki sem sinni ekki sjúklingum. „Maður kannast við það frá öðrum löndum, þegar það er verið að reyna að styðja við þegar það er ákveðin mannekla, en það er eitthvað sem við eigum að vinda ofan af og reyna að gera eins hagkvæmt og eins vel og hægt er, og það getur leitt til þess að einhverjum störfum fækki,“ sagði Björn. Björn Zoëga tók við stöðu forstjóra Karolinska-sjúkrahússins í Stokkhólmi árið 2019. Hann var nýverið kynntur sem sérlegur ráðgjafi Willums Þórs Þórssonar, nýs heilbrigðisráðherra og er nú stjórnarformaður Landspítala.Karolinska Þegar Björn tók við sem forstjóri Karolinska-sjúkrahússins í Svíþjóð árið 2019 tók hann þá ákvörðun um að fækka starfsfólki verulega til að bregðast við fjárhagsvandræðum spítalans. Björn vildi þó ekki gefa upp hvort það yrði staðan. „Það verður bara að koma í ljós, það er allt of snemmt að tala um slíkt og það hefur verið þá á forræði forstjóra og framkvæmdastjórnar spítalans að útfæra slíkt en ekki á forræði stjórnarinnar, þó að við gæfum góð ráð og settum ásamt forstjóra markmið,“ sagði Björn. Mikilvægt að einblína á þjónustu Runólfur tekur undir sjónarmið Björns að vissu leiti. „Svona almennt séð þá er ég alveg sammála þessu, en að hvað miklu leiti þetta á við hjá okkur, það mun koma í ljós þegar að svona okkar vinnu við að greina stöðuna er lokið,“ segir hann. Hann segir mikilvægt að einblína á þjónustu við sjúklinga og halda forðast það að fjölga störfum sem snúa ekki beint af þeim, þó mörg þeirra starfa séu vissulega nauðsynleg fyrir reksturinn. „Við munum bara greina þetta eins vandlega og við getum og síðan taka ákvörðun um þá útfærslu sem við viljum hafa í framtíðinni og þá kemur bara í ljós hvernig störfum verður háttað,“ segir hann enn fremur. Engu að síður er ljóst að þörf sé á breytingum þegar að kemur að rekstri spítalans. „Það er tímabært að við skoðum okkar stjórnskipulag og bara skipulag starfseminnar,“ segir Runólfur. „Þegar um er að ræða svona stóra og flókna stofnun eins og Landspítala sem þarf stöðugt að aðlaga sig að nýjum aðstæðum þá er skynsamlegt að endurskoða hlutina af og til, og ég held að við séum á ákveðnum krossgötum núna.“ Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira
Heilbrigðisráðherra skipaði nýja stjórn Landspítala í gær en nefndin er skipuð fimm mönnum, þeim Birni Zoëga, Sólrúnu Kristjánsdóttur, Gunnari Einarssyni, Höskuldi H. Ólafssyni, og Ingileifu Jónsdóttir, auk tveggja varamanna, til tveggja ára í senn. Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítala, fagnar stjórninni og segir ýmsar áskoranir blasa við. „Það hefur verið á brattan að sækja hjá okkur undanfarin misseri, við höfum þurft að glíma við heimsfaraldurinn en það er mikil mannekla í röðum okkar starfsfólks, sérstaklega meðal hjúkrunarfræðinga en líka lækna, og við þurfum að takast á við aukin verkefni í þjónustunni,“ segir Runólfur. Skoða breytingar á rekstrinum Formaður stjórnarinnar Björn Zoega sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að skoða þyrfti alvarlega breytingar á rekstrinum, meðal annars þegar kemur að starfsfólki en að hans sögn er of mikið af starfsfólki sem sinni ekki sjúklingum. „Maður kannast við það frá öðrum löndum, þegar það er verið að reyna að styðja við þegar það er ákveðin mannekla, en það er eitthvað sem við eigum að vinda ofan af og reyna að gera eins hagkvæmt og eins vel og hægt er, og það getur leitt til þess að einhverjum störfum fækki,“ sagði Björn. Björn Zoëga tók við stöðu forstjóra Karolinska-sjúkrahússins í Stokkhólmi árið 2019. Hann var nýverið kynntur sem sérlegur ráðgjafi Willums Þórs Þórssonar, nýs heilbrigðisráðherra og er nú stjórnarformaður Landspítala.Karolinska Þegar Björn tók við sem forstjóri Karolinska-sjúkrahússins í Svíþjóð árið 2019 tók hann þá ákvörðun um að fækka starfsfólki verulega til að bregðast við fjárhagsvandræðum spítalans. Björn vildi þó ekki gefa upp hvort það yrði staðan. „Það verður bara að koma í ljós, það er allt of snemmt að tala um slíkt og það hefur verið þá á forræði forstjóra og framkvæmdastjórnar spítalans að útfæra slíkt en ekki á forræði stjórnarinnar, þó að við gæfum góð ráð og settum ásamt forstjóra markmið,“ sagði Björn. Mikilvægt að einblína á þjónustu Runólfur tekur undir sjónarmið Björns að vissu leiti. „Svona almennt séð þá er ég alveg sammála þessu, en að hvað miklu leiti þetta á við hjá okkur, það mun koma í ljós þegar að svona okkar vinnu við að greina stöðuna er lokið,“ segir hann. Hann segir mikilvægt að einblína á þjónustu við sjúklinga og halda forðast það að fjölga störfum sem snúa ekki beint af þeim, þó mörg þeirra starfa séu vissulega nauðsynleg fyrir reksturinn. „Við munum bara greina þetta eins vandlega og við getum og síðan taka ákvörðun um þá útfærslu sem við viljum hafa í framtíðinni og þá kemur bara í ljós hvernig störfum verður háttað,“ segir hann enn fremur. Engu að síður er ljóst að þörf sé á breytingum þegar að kemur að rekstri spítalans. „Það er tímabært að við skoðum okkar stjórnskipulag og bara skipulag starfseminnar,“ segir Runólfur. „Þegar um er að ræða svona stóra og flókna stofnun eins og Landspítala sem þarf stöðugt að aðlaga sig að nýjum aðstæðum þá er skynsamlegt að endurskoða hlutina af og til, og ég held að við séum á ákveðnum krossgötum núna.“
Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira