Erlent

Hulið verk Van Gogh fannst í Skotlandi

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Verkið sem fannst.
Verkið sem fannst. National Galleries Scotland

Hulið verk eftir listamanninn Vincent Van Gogh fannst við röntgenskoðun á öðrum verkum á safni í Skotlandi.

Fram kemur í umfjöllun Guardian að falda verkið hafi fundist við röntgenskoðun á verkinu „Head of a Peasant Woman“ eða „Höfuð almúgakonu.“ Verkið hafði haldist falið í meira en hundrað ár undir lögum af lími og pappa á striganum. Röntgenskoðunin var gerð til þess að undirbúa sýningu um franskan impressjónisma.

Verkið sem fannst er talin vera ein af tilraunum Van Gogh í sjálfsmyndagerð, fimm önnur slík verk eru á Van Gogh safninu í Hollandi. Sérfræðingur í franskri list segir að Van Gogh hafi endurnýtt striga þegar hann stundaði tilraunastarfsemi til þess að spara pening.

Brátt verður hafist handa við það að fletta ofan af verkinu en óljóst er hvernig ástand þess er undan meira en hundrað ára veru undir lími og pappa.

Nánar má lesa um listfundinn á vef Guardian.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×