Erlent

Rishi Sunak vann í fyrstu umferðinni

Bjarki Sigurðsson skrifar
Rishi Sunak, fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands, hlaut flest atkvæði í kosningunni í dag.
Rishi Sunak, fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands, hlaut flest atkvæði í kosningunni í dag. AP/Daniel Leal

Rishi Sunak, fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands, sigraði í fyrstu umferð leiðtogakosninga breska Íhaldsflokksins í dag. Alls buðu átta manns sig fram og féllu tveir úr keppni.

Það voru þingmenn flokksins sem kusu og fékk Sunak atkvæði frá 88 þeirra. Næst á eftir kom viðskiptaráðherrann Penny Mordaunt með 67 atkvæði en hún hefur verið talin sigurstranglegust hingað til.

Á eftir þeim komu Liz Truss með fimmtíu atkvæði, Kemi Badenoch með fjörutíu atkvæði, Tom Tugendhat með 37 atkvæði og Suella Braverman með 32 atkvæði.

Til að komast áfram í næstu umferð kosninganna þurfti að fá að minnsta kosti þrjátíu atkvæði og náðu tveir frambjóðendur ekki þeim fjölda, þeir Nadhim Zahawi með 25 atkvæði og Jeremy Hunt með átján atkvæði.

Næsta atkvæðagreiðsla fer fram á morgun en þá dettur sá út sem fær fæst atkvæði. Fleiri kosningar fara svo fram á næstu dögum þar til aðeins tveir standa eftir og verða þá haldnar kosningar milli þeirra tveggja þar sem allir meðlimir Íhaldsflokksins geta kosið.


Tengdar fréttir

Nýr for­sætis­ráð­herra þann 5. septem­ber

Nýr forsætisráðherra mun taka við í Bretlandi þann 5. september. Rétt í þessu var tilkynnt að leiðtogakjör Íhaldsflokksins fari fram þann dag en sigurvegarinn þar mun taka við af Boris Johnson sem sagði af sér sem leiðtogi í síðustu viku.

Breyta kosningareglunum fyrir leiðtogakjörið

Nýr leiðtogi breska Íhaldsflokksins verður kynntur til leiks þann 5. september næst komandi. Þetta var tilkynnt í gærkvöldi af 1922 nefndinni svo kölluðu sem sér um kjörið.

Líklegustu arftakar Johnson

Fjöldi fólks vill verða næsti leiðtogi Íhaldflokksins í Bretlandi en leiðtogi þeirra, Boris Johnson, sagði af sér í dag. Nýr leiðtogi mun taka við sem forsætisráðherra í október á þessu ári.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×